Á málþingi Líffræðifélagsins og Líffræðistofu HÍ á morgun, flytur Þórður Óskarsson heiðursfyrirlestur.
Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ standa fyrir málstofu um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir þann 7. mars 2014.
Aðgangur verður ókeypis og öllum heimill.
Aðalfyrirlesarinn verður ungur íslenskur sameindalíffræðingur sem hefur haslað sér völl á mjög framsæknu sviði líffræði og læknisfræði. Þórður Óskarsson stýrir rannsóknarhóp við Heidelberg Institute for Stem Cell Technology and Experimental Medicine. Auk Þórðar munu þrír ungir sameindalíffræðingar halda styttri erindi.
Sameindalíffræðingurinn Þórður Óskarsson ræddi um rannsóknir sínar á krabbameinsfrumum og stofnfrumum í viðtali við Leif Hauksson í Sjónmáli gærdagsins (5. mars 2014).
Ég skora á fólk að hlýða á einstaklega fræðandi viðtal við Þórð í Sjónmáli. (Sjónmál 5. mars 2014 Krabbameinsfrumur nýta sér stofnfrumur)
Málstofan stendur frá 15:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kl. 17:00 hefst aðalfundur Líffræðifélagsins, en um 17:30 verður boðið upp á hressandi veitingar.
Dagskrá má sjá vef Líffræðifélags Íslands.
Rektor HÍ og Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ styrkja málþingið. Við þökkum þeim stuðninginn.