Aðalfundur Líffræðifélagsins fór fram þann 7. janúar síðastliðinn. Á fundinum, sem fram fór á Zoom vegna COVID faraldursins, var kjörinn nýr formaður félagsins en það er Kalina H. Kapralova.
Auk Kalinu var Guðmundur Á. Þórisson kosinn gjaldkeri og Helena Gylfadóttir meðstjórnandi og fulltrúi líffræðinema.
Fyrir voru í stjórn Líffræðifélagsins þau Ragnhildur Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Arnór Bjarki Svarfdal meðstjórnandi.