Líffræðiráðstefnan 2021 – dagsetningar / IceBio2021 – dates

[in English below]

Kæru félagar.

Árið 2021 er oddatala, sem þýðir AÐEINS EITT: að Líffræðiráðstefnan verður haldin í ár.

Ráðstefnan verður haldin að venju á haustmánuðum, nánar tiltekið 14. – 16. október. Takið frá þessa daga!

Sniðið verður – vonandi – svipað og síðustu ár. Byrjað verður á fimmtudeginum og endað með hinum goðsagnakennda Haustfagnaði Líffræðifélagsins á laugardagskvöldinu. Dagskráin mun, eins og ávallt, samanstanda að langmestu leyti af framlögum frá YKKUR, bæði erindum og veggspjöldum.

ATH allt er þetta sett fram með þeim fyrirvara að COVD-bólusetningaráform stjórnvalda nái fram að ganga, fjöldatakmörkunum hafi verið aflétt og lífið verði að mestu orðið aftur eðlilegt. Að öðrum kosti munum við skoða að halda ráðstefnuna að sumu eða öllu leyti á Netinu.

Við munum senda út frekari upplýsingar um dagskrá og kalla eftir innsendum ágripum o.s.fr. þegar líður á vorið.


Stjórn Líffræðifélagsins og skipulagsnefnd 2021

//

2021 is a conference year for biology in Iceland. The biennial Conference on Biology in Iceland will be held October 14th to 16th. So save those dates!

The format will – we hope – be similar to previous IceBio conferences organized by the Icelandic Biological Society. The event will start on the Thursday and ends as usual with the legendary Society autumn bash / social event on Saturday evening. The program, as always, will consist almost entirely of material contributed by YOU, the community, both oral and poster presentations.

ATTN The above is of course dependent on COVID vaccination in Iceland proceeding as planned, and that life will be mostly back to normal by October. If not, we will explore options for holding the conference online, in part or in full.

We will send out further information about the conference and calls for abstract submissions later in the spring.


The Society Board  and 2021 Organizing Committee