Um ráðstefnuna 2013

Líffræðiráðstefnan 8. og 9. nóvember 2013 verður í Öskju og sal Íslenskrar erfðagreiningar.

Endanleg dagskrá ráðstefnunnar og ágrip erinda

Endanlegur listi yfir veggspjöld og ágrip

Conference on Biological Research in Iceland, Nov. 8th and 9th 2013

Final conference schedule and abstracts

List of conference posters and abstracts

Gengið hefur verið frá Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013 og listi er aðgengilegur yfir veggspjöld (öll ágrip verða aðgengileg á þessum vef eftir helgi).

Enn er hægt að skrá sig á Líffræðiráðstefnuna 8. og 9. nóvember 2013. Tengill á skráningarsíðu.

—————

Skráning á ráðstefnu (til 8. nóvember) og senda framlag (til 10. október)

Skráningarsíðan

 

Upplýsingar og leiðbeiningar til höfunda erinda og veggspjalda.

 

Vinsamlegast takið fram við skráningu hvort þið óskið eftir því að vera með veggspjald eða erindi. Útdrættir, erindi og veggspjöld skulu vera á íslensku eða ensku. Lengd útdrátta skal ekki vera lengri en 1500 slög. Erindum verður raðað í málstofur bæði eftir efnisflokkum og tungumáli.

Viðfangsefni ráðstefnunar

Ráðstefnan spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.

Þeir sem vilja halda erindi eða kynna veggpjöld geta skráð sig inn á eitthvert af meginsviðum líffræðinnar, sjá töflu neðst. En þeir sem ekki finna sér auðveldlega samastað í þessum lista geta skilið valkostinn eftir auðann og við finnum þeim stað í málstofu við hæfi.

Boðið verður upp á nokkrar málstofur helgaðar sérstökum viðfangsefnum, í samvinnu við samtök og fagmenn.

Það er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að á ráðstefnunni verður málstofa helguð líffræðikennslu, skipulögð í samstarfi við Samtök líffræðikennara (Samlif) sem eru þrítug á árinu.

Einnig verður sérstök málstofa um lífríki  Surtseyjar – en í ár eru einmitt 50 ár frá því að gos hófst

Og sér málstofa verður um vernd og nýtingu villtra dýra og fugla.

Að lokinni ráðstefnunni, laugardagskvöldið 9. nóvember, verður haldinn haustfagnaður félagsins. Staðsetning og nánari uppýsingar verða gefnar síðar.

Nánari upplýsingar, um ráðstefnu og haustfagnað birtast á þessari vefsíðu félagsins.

Efnisflokkar

Þetta er ekki endanlegur listi, þátttakendur geta skilgreint önnur fagsvið við skráningu.

Grasafræði
Dýrafræði
Örverufræði
Erfðafræði
Þroskunarfræði
Vistfræði
Þróunarfræði
Sjávarlíffræði
Vatnalíffræði
Umhverfisfræði
Sameindalíffræði
Ónæmisfræði
Sjúkdómar
Líffræðikennsla
Líffræði Surtseyjar
Vernd og veiðar á fuglum og spendýrum

Undirbúningsnefndin/stjórn líffræðifélagsins

Guðmundur Á. Þórisson (gthoris@hi.is)
Snorri Páll Davíðsson (spd@gresjan.is)
Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir (log3@hi.is)
Hrönn Egilsdóttir (hronne@gmail.com)
Arnar Pálsson (apalsson@hi.is)