Ástþór Gíslason á Hafrannsóknarstofnun vill benda félagsmönnum fund um dýrasvif sem haldinn verður næsta vor.
Á næsta ári verður haldin á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins sjötta alþjóðlega ráðstefnan um rannsóknir á dýrasvifi í heimshöfunum (ICES/PICES 6th Zooplankton Production Symposium). Ráðstefnur sem þessar hafa verið haldnar á 5-10 ára fresti og eru þær stærstu sem beinast sérstaklega að dýrasvifi í sjó.
Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin í Bergen, 9.-13. maí 2016.
Með þessu vil ég vekja athygli á að opnað hefur verið fyrir þátttökutilkynningar, og er síðasti frestur til að senda inn ágrip af framlagi 1. nóvember 2015.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefnum (http://ices.dk/6zps).