Aðalfundur og haustfagnaður!

Kæru félagar / Dear members
* English below*

Haustfagnaðu Líffræðifélagsins ásamt aðalfundi verður haldinn laugardagskvöldið 2. nóvember á Bryggjunni Brugghúsi.
 
Við verðum í hinum glæsilega Bruggsal, gengið inn hægra megin við barinn. Bjór á krana og aðrir drykkir (plús snakk&nammi) í boði stjórnar eitthvað fram eftir kvöldi, eftir það kaupa gestir sér sjálfir á barnum.
Ókeypis er inn á viðburðinn fyrir virka félaga. Endilega græjið aðild fyrirfram ef þarf (sjá Félagsaðild). Hægt verður að gerast meðlimur á staðnum líka. Félagar geta tekið með sér gest og greiða 2000kr gestagjald.

Endilega látið vita á Facebook  viðburðinum ef þið ætlið að mæta.

//
The Society Autumn social event and general annual meeting will be held Saturday 2nd November at Bryggjan Brugghús.
We will convene in the Bruggsalur meeting room, to the right of the bar. Beer on tap and other drinks (and snacks) for the first couple of hours or so courtesy of the Board, after that guests can buy drinks at the bar.
The event is free of charge for active members in the Society. Please get your membership sorted beforehand, if needed (see Membership), but you can also register to become a member on site. Members can bring a friend and pay a guest fee 2000kr.

Please let us know if you are coming, via the Facebook event.
 
—-

Dagskrá kvöldsins:

19:00 Húsið opnar

19:30 Aðalfundur Líffræðifélagins. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin vekur sérstaka athygli á umræðu um styrkarsjóð félagsins sem verður komið á fót í vetur.

–ATH Almennur aðalfundur er aðal vettvangurinn fyrir félagsmenn til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins okkar, með því taka þátt í umræðum og kjósa.–

20:15 Kryddrækjan 2024 – líffræðiárið verður gert upp með góðum gestum í pallborði. Nánar auglýst síðar.

21:15 Ölspurn / BarSvar í boði Haxi. Sígild keppni í hver veit mest um líffræði!

[kannski eitthvað fleira skemmtilegt, auglýst síðar!]