Frá aðalfundi og þorrafagnaði á Kex

Aðalfundur Líffræðifélagsins og þorrafagnaður var haldinn á Kex 27. janúar sl. 

Á dagskrá aðalfundar voru að mestu hefðbundin aðalfundarstörf. Þar af voru tillögur um breytingar á lögum félagsins sem voru báðar samþykktar. 

Undir liðnum Kosning stjórnar gáfu allir fimm sitjandi stjórnarmenn kost á sér áfram. Og eftir lagabreytingarnar gátu tveir í viðbót gefið kost á sér í stjórn:

Kalina formaður gaf ein áfram kost á sér sem formaður og var kjörin einróma.
Guðmundur gaf kost á sér áfram sem meðstjórnandi og var kjörinn einróma.
Írena var þegar gengin til liðs við stjórn sem fulltrúi Haxa og var núna staðfest með einróma kosningu.
Ragnhildur og Ásthildur gáfu áfram kost á sér og sitja því áfram sem meðstjórnendur.
Áki Jarl Láruson gaf kost á sér sem meðstjórnandi og var kjörinn einróma.
Halldór Pálmar Halldórsson fjarverandi en hafði áður gefið kost á sér sem meðstjórnandi/gjaldkeri, var kjörinn einróma.

Að fundi loknum var slegið á léttari strengi þar sem  Haxi stóð fyrir spurningakeppni og leikjakvöldi.