Aðalfundur og Þorrafagnaður /  Annual general meeting and Þorraparty

Kæru félagar / Dear members

* English below*

Við minnum á aðalfund og Þorrabjór/fagnað Líffræðifélagsins á Kex Hostel á föstudagskvöldið. Við verðum í Gym&Tonic salnum inn af barnum (https://www.kexhostel.is/gym-and-tonic/). Húsið opnar kl. 19:00. Bjór á kút og léttvín og snakk í boði stjórnar á meðan birgðir endast, líka hægt að kaupa drykki á barnum frammi.

Endilega látið vita á Facebook ef þið ætlið að mæta:https://www.facebook.com/events/894546954886424

Kvöldið hefst á aðalfundi félagsins. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Við vekjum sérstaka athygli á fyrirhugaðri umræðu um betra fyrirkomulag á skráningu meðlima í félagið og félagsgjöld.

Almennur aðalfundur er aðal vettvangurinn fyrir ykkur til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins okkar, með því taka þátt í umræðum og kjósa.

Að fundi loknum verður slegið á léttari strengi. Fyrst skellum við í lauflétta Kahoot! spurningakeppni og komumst að því hver veit mest um alls konar líffræði. Síðan verður spilakvöld í boði líflegra líffræðinema í Haxa sem munu keyra stuðið áfram þar til salurinn lokar á miðnætti.

//

Quick reminder: the Society Annual General Meeting (AGM) and Þorrabjór social event will be held at Kex Hostel this coming Friday Jan 27th. We will be in the Gym&Tonic hall (https://www.kexhostel.is/gym-and-tonic/) starting at 19:00. Free beer on tap and red/white wine and snacks while supplies last, buying drinks at the bar is also an option.

Please let us know if you are coming, via the Facebook: https://www.facebook.com/events/894546954886424

The evening starts with the Society meeting. Agenda is mainly regular household items. Note in particular the planned discussion on improved arrangement of member registration and membership fees.

The annual general meeting is the main venue for you to influence policy and activities of our Society, by participating in discussion and voting. We encourage everyone to attend.

After the meeting we’ll switch to a more entertaining programme. First, a Kahoot! quiz which will determine who knows the most about biology. Then, a proper game night organized by the super-cool biology students from Haxi which will run until closing time at midnight.

———

Stjórnin