Föstudaginn 16. nóvember 2018 verður vísindaspjall og aðalfundur Líffræðifélags Íslands haldinn á Kex Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.
Aðalfundurinn verður frá. 19:30 til 20:00, á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Vísindaspjallið hefst svo í beinu framhaldi ca. kl. 20:00. Þema kvöldsins verður “Vísindi í fjölmiðlum”. Við fáum til okkar góða gesti sem hafa einmitt miðlað vísindum í fjölmiðla upp á síðkastið á mismunandi máta:
Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
Kjartan Hreinn Njálsson, ritstjóri hjá Fréttablaðinu
Rannveig Magnúsdóttir ,líffræðingur hjá Landvernd og TEDx fyrirlesari
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og þáttastjórnandi Sjónaukans
Kvöldið verður á léttu nótunum og því tilvalið fyrir líffræðinga og áhugamenn um líffræði að auka tengslanetið.
Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: https://biologia.is/vidburdir/visindaspjall-og-adalfundur-2018/