The 18th Nordic Congress in Human Genetics

Tilkynning um mannerfðafræðifund í maí.

Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á “The 18th Nordic Congress in Human Genetics” sem haldin verður í Hörpu þann 5.-7. maí 2016. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og nú í fyrsta sinn á Íslandi.

Markmið ráðstefnunnar er að starfsfólk í klínsískri mannerfðafræði á Norðurlöndum hittist og beri saman bækur sínar. Dagskráin samanstendur af fyrirlestrum, veggspjaldakynningum og vinnustofu. Margir góðir fyrirlesarar hafa boðað komu sína, bæði innlendir og erlendir og ber þar helst að nefna boðsfyrirlesarana okkar Wendy Bickmore og Hans Tómas Björnsson. Einnig verður vinnustofa um gæðamál þar sem fulltrúar frá EMQN og EQUALIS hafa boðað komu sína.

Skráning er í fullum gangi á heimasíðu ráðstefnunnar

http://mannis.is/18thNCHG/

Gjald fyrir íslendinga er 35 þús. krónur og er öll dagskrá innifalin fyrir utan ráðstefnukvöldverðinn sem hægt er að kaupa aukalega.
Við erum líka á facebook

https://www.facebook.com/The-18th-Nordic-Congress-in-Human-Genetics-892942020731271/
 
Fyrir hönd skipulagsnefndar
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir