Bacterial and fungal microbiome dynamics in blanket bog undergoing restoration – 16. apríl 2015

Titill: Opið fræðsluerindi um mikilvægi örvera við endurheimt votlendis á
Keldnaholti þann 16 apríl kl 11:15.

Á fimmtudaginn, 16. apríl n.k., verður opið fræðsluerindi um
örverurannsóknir og endurheimt votlendis í Southern Pennies í Bretlandi.
Titill erindisins á ensku er: “Bacterial and fungal microbiome dynamics in
blanket bog undergoing restoration in the Southern Pennines, UK”.

Fyrirlesari er Dr. Robin Sen frá Manchester Metropolitan háskólanum (MMU).
Robin Sen er Íslandsvinur sem hefur í 35 ár stundað rannsóknir á virkni
vistkerfa og örverum. Hann hóf vísindaferil sinn við hina þekkutu Rothamsted
rannsóknastöð í Bretlandi þar sem hann rannsakaði áhrif innrænna sveppróta á
grasvöxt. Hann gengdi síðar lengi prófessorsstöðu í örveruvistfræði við
Helskiháskóla í Finnlandi þar sem hann var m.a. leiðbeinandi Dr. Eddu S.
Oddsdóttur, sem starfar sem jarðvegslíffræðingur á Rannsóknastöð skógræktar
á Mógilsá. Síðustu 10 árin hefur hann unnið við MMU þar sem hann hefur
haldið áfram örveruvistfræðirannsóknum sínum; m.a. á mikilvægi sveppróta og
annarra örvera við endurheimt votlenda sem og mikilvægu hlutverki þeirra í
eyðimörkum og næringarsnauðum graslendum.

Staður: Hús Landbúnaðarháskóla Íslands
Árleyni 22
Keldnaholti
112 Reykjavík
Salur: 301 Sauðafell
Tími: 11:15-12:00