Nýdoktorastyrkir Háskóla Íslands 2015
Háskóli Íslands auglýsir 15 nýdoktorastyrki sem ætlaðir eru vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum fimm árum og verða þeir veittir til allt að þriggja ára. Sérstök stjórn skipuð af rektor, með fulltrúum allra fræðasviða, annast mat og forgangsröðun umsókna. Að minnsta kosti tveir nýdoktorastyrkir verða veittir á hvert af fimm fræðasviðasviðum Háskóla Íslands. Fræðasvið skólans eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Að neðan má sjá dæmi um fræðigreinar sem til álita koma á Hugvísindasviði.
Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir rannsóknaáformum, rannsóknaáætlun og ritvirkni umsækjanda, með tilliti til þess t íma sem liðinn er frá doktorsprófi. Við val á milli umsækjenda verður enn fremur litið til þarfa hvers fræðasviðs fyrir sig. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting, frá fræðasviði, deild eða stofnun við Háskóla Íslands, á að umsækjandi njóti fullnægjandi aðstöðu og hafi aðgang að búnaði til a ð stunda fyrirhugaðar rannsóknir eftir því sem við á. Einnig skal umsækjandi senda me ð afrit af doktorsprófskírteini eða skila inn staðfestingu frá viðkomandi háskóla um að umsækjandi útskrifist á næstu 4 mánuðum eða fyrir 1. september 2015. Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2015. Miðað er við að styrkþegar hefji störf eigi síðar en nóvember 2015.
Um ráðningarferlið fer eftir reglum nr. 569/2009 og öðrum lögum og reglum eftir því sem við á. Um tímabundna ráðningu er að ræða til allt að þriggja ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Nánari upplýsingar, þ.á.m. um ofangreinda staðfestingu á aðstöðu, veitir Sólveig Nielsen, vísinda- og nýsköpunarsviði (solveign@hi.is).
Umsóknum skal skilað rafrænt, umsóknareyðublað ásamt leiðbeiningum má finna á vefslóðinni: http://sjodir.hi.is/nydoktorastyrkir_haskola_islands
Meðal hinna ýmsu fræðigreina sem til álita koma á Hugvísindasviði bendir sviðið sérstaklega á tvö:
1. Nýdoktorsstarf á sviði almennrar trúarbragðafræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérþekkingu á hindúisma og búddisma. Þótt starfið felist að stærstum hluta í rannsóknum fylgir því einnig kennsluþáttur.
2. Nýdoktorsstarf á sviði þýðinga, þýðingafræði og/eða félagsmálvísinda. Starfið er innan Deildar erlendra tungumála en tengist jafnframt uppbyggingu nýrrar alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar undir merkum UNESCO.
—————————————————–
(English)
University of Iceland post-doc grants 2015
The University of Iceland advertises 15 post-doc grants intended for researchers who have received their Ph.D. within the last five years. A committee appointed by the University rector, with members from all five schools at the University, will evaluate and rank the applications. At least two grants will be awarded to each of the five schools at the University of Iceland. The schools are School of Social Science, School of Health Science, School of Humanities, School of Education and School of Engineering and Natural Sciences. See below potential areas in the School of Humanities.
Applications will be evaluated with the main emphasis on the research plan and the research activity of applicants. The time elapsed since the doctorate degree was obtained will be taken into consideration in the evaluation. Selection of applicants will furthermore be based on each school’s need for new post-doc positions. A letter of support from a school/faculty/institute at the University of Iceland should be enclosed, confirming access to necessary facilities and equipment for the applicant’s research. Applicants must also enclose a copy of their Ph.D. diploma or a confirmation from their university that they will graduate within the next four months, or before 1 September 2015. The application deadline is 13 April 2015. Successful applicants should be able to start their post-doc term no later than 1 November 2015.
The hiring process is in accordance with Regulation no. 569/2009, as well as other laws and regulations that apply. Appointments will be temporary, for a maximum period of three years.
Salary will be in accordance with the wage agreement between the Minister of Finance and the relevant trade union.
Appointments at the University of Iceland take into account the University of Iceland Equal Rights Policy.
For further information, including directions for obtaining letters of support, please contact Sólveig Nielsen at the Division of Science and Innovation (solveign@hi.is). Applications must be submitted using the official applications form. Application form and instructions: http://sjodir.hi.is/node/16245
Among the various fields of study which could be considered in the School of Humanities, the School emphasises the following two:
1. A postdoctoral position in religious studies, preferably with an emphasis on Hinduism and Buddhism. This is a research position, but it also involves certain teaching requirements.
2. A postdoctoral position in the areas of translation, translation studies and/or sociolinguistics. This is a position within the Faculty of Foreign Languages, but it is also connected with the establishment and development of an international language centre at the University of Iceland, under the auspices of UNESCO.