Kall eftir erindum á málþing
Kallað er eftir erindum á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 17.-18. apríl 2015 í Verzlunarskóla Íslands í Reykjavík á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið HÍ. Lýsing á erindi er send inn rafrænt hér: http://goo.gl/forms/CvUoWPueLh.
Fyrir hverja er málþingið?
Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir erindum á málþingið frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum.
Hvernig erindum er kallað eftir?
Kallað er eftir erindum sem snúa að náttúrufræðimenntun. Má þar m.a. nefna erindi um
- kynningu og mat á verkefnum (kennslu- og þróunarverkefnum),
- rannsóknir á náttúrufræðimenntun,
- kennslufyrirkomulag, m.a. notkun nýrrar tækni,
- verklega kennslu,
- útikennslu og útinám,
- markmið náttúrufræðináms,
- nýjar námskrár,
- framtíðarsýn og stefnu,
- tengsl við atvinnulífið, stofnanir og umhverfi,
- samstarf milli skóla og skólastiga,
- náttúrufræðimenntun í kennaranámi.
Hvert er formið á erindum?
Mismunandi form verða á erindum.
- Kynningar; hámark 20 mín. með umræðum.
- Fræðileg erindi; hámark 20 mín með umræðum.
- Málstofur; þrjár samtengdar kynningar með umræðum, hámark 1 klst.
- Smiðjur; vinnustofur þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku fólks, hámark 1 klst.
- Básar; notaðir til kynningar með viðveru kynningaraðila.
- Veggspjöld; verða til sýnis meðan á málþinginu stendur.
Hvernig er unnt að senda inn erindi?
Lýsing á erindi er send inn rafrænt hér: http://goo.gl/forms/CvUoWPueLh.
Frestur til að senda inn erindi er til 1. mars 2015.
Svör frá málþingsnefnd munu berast fyrir 10. mars 2015.
Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga.
Nánari upplýsingar veita Birgir U. Ásgeirsson, birgira@hi.is og Svava Pétursdóttir, svavap@hi.is hjá Háskóla Íslands.
Að þinginu standa:
Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið
Félag leikskólakennara
Samlíf félag líffræðikennara
Samtök áhugafólks um skólaþróun.