Hvatinn – nýr vísindafjölmiðill

Okkur bárust ánægjuleg tíðindi af nýjum fjölmiðli sem helgar sig vísindafréttum, og sem er rekinn af tveimur líffræðingum. Aðalvettvangur Hvatans er fésbókin, en tekið er við tillögum og ábendingum í gegnum hvatinn@hvatinn.is. Vonandi hefur hvatinn mikla og jákvæða virkni.

Úr tilkynningu:

———————-

Hvatinn.is er nýr fjölmiðill sem opnar í febrúar! Hann mun flytja fréttir af framförum í vísindum, bæði hér á Íslandi og erlendis, auk
annarra skemmtilegra vísindafrétta.

Vefurinn verður rekinn af tveimur líffræðingur, Önnu Veroniku Bjarkadóttur og Eddu Olgudóttur.

Okkur langar gjarnan að kynna niðurstöður íslenskra rannsókna og viðburði sem eiga sér stað í vísindasamfélaginu t.d. ráðstefnur. Ef þið hafið eitthvað sem ykkur langar að koma á framfæri í þessum efnum þá megið þið endilega hafa samband við okkur á hvatinn@hvatinn.is.

Ef þið viljið fylgjast með þá er Hvatinn með facebook-síðu hér:
https://www.facebook.com/hvatinnis