Uppbygging plöntusamfélaga í beittu graslendi 28. nóv. 2014

Dr. Bryndís Marteinsdóttir nýdoktor við Háskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt í plöntuvistfræði við Stokkhólms háskóla sem hún varði í maí á þessu ári. Erindið kallast Factors controlling local plant community assembly from the regional species pool (Uppbygging plöntusamfélaga í beittu graslendi) og verður flutt á ensku.

Það verður flutt föstudaginn 28. nóvember 2014, kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju.

 

Útdráttur:

Til að planta geti numið land á nýju svæði verður hún að komast í gegnum röð sía; hún verður að framleiða fræ eða önnur fararkorn; fræin verða að dreifast á svæðið og plantan verður að geta vaxið upp við umhverfisaðstæður á svæðinu og í samspili við aðrar lífverur sem fyrirfinnast þar. Meginmarkmið doktorsverkefnis Bryndísar var að ákvarða hlutfallslegt mikilvægi mismundandi sía á uppbyggingu plöntusamfélaga í sænsku graslendi. Í þessu erindi mun Bryndís fjalla um þessar rannsóknir og ræða niðurstöður þeirra.

Aðrir föstudagsfyrirlestrar líffræðistofu HÍ.

http://luvs.hi.is/is/fyrirlestrar-haustid-2014-0

Enskt ágrip erindis.