Styrkur til doktorsnáms

Styrkur til doktorsnáms

Hólaskóli – Háskólinn á Hólum leitar eftir doktorsnema til að vinna að verkefninu “Mikilvægi hrognastærðar fyrir svipfarsbreytileika og aðskilnað stofna?” Verkefnið er styrkt af Rannís og er samstarfsverkefni Háskólans á Hólum, Háskóla Íslands og EAWAG í Sviss.

Ein megináskorunum þróunarfræðinar er að skilja hvaða þættir móta svipfarsbreytileika og mikilvægi hans fyrir afkomu einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að móðuráhrif eru mikilvægur þáttur til mótunar svipfarsbreytileika. Stærð hrogna er dæmi um móðuráhrif hjá fiskum en þekking á áhrifum hrognastærðar á þróun afbrigða og stofna er mjög lítil. Í þessu verkefni rannsökum við bleikju (Salvelinus alpinus) og spyrjum eftirfarandi spurninga: 1) Hversu mikill breytileiki er í hrognastærð milli stofna og hvaða áhrif hefur þessi breytileiki á svipgerð og afkomu seiða? 2) Hefur hrognastærð áhrif á þróun mismunandi samsvæða afbrigða? 3) Hversu mikið tengist hrognastærð gentjáningu í fóstrum? Í verkefninu verður beitt nýstárlegum aðferðum.Við munum meta breytileika í hrognastærð og fjölda innan og milli bleikjustofna, sem eru á mismunandi stigum í þróun vistfræðilegs- og svipfarslegs aðskilnaðar, og rannsaka hvernig þessi breytileiki tengist svipgerð afkvæma innan og milli hrygna. Afkvæmi verða alin á ólíku fóðri til að rannsaka tengsl hrognastærðar og umhverfisáhrifa. Einnig munum við meta samband hrognastærðar og genatjáningar fyrir svipgerð afkvæma. Verkefnið mun auka þekkingu á þeim þáttum sem mikilvægir eru fyrir mótun og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika.

Umsækjandi þarf að hafa áhuga og þekkingu á þróunarfræði, þroskunarfræði og erfðafræði . Hann verður að geta unnið sjálfstætt og sem hluti af stærri hóp á rannsóknarstofu og úti á mörkinni. Nemandinn mun vera skráður til náms við Háskóla Íslands. Meginstarfstöð nemandans mun verða við Háskólann á Hólum, en verkefnið unnið að hluta til við Háskóla Íslands.

Umsækjendur skulu senda umsókn til Bjarna K. Kristjánssonar (bjakk@holar.is). Í umsókninni skulu þeir setja fram greinargerð um rannsóknaráhuga og reynslu, starfsferilskrá með lista yfir birtingar, afrit af prófskírteinum og nöfn og netföng þriggja meðmælenda. Umsóknarfrestur er til 31. mars.

Frekari upplýsingar veitir Dr. Bjarni K. Kristjánsson, Prófessor og deildarstjóri fiskeldis og fiskalíffræðideildar.

Hólaskóli – Háskólinn á Hólum

bjakk@holar.is

Phone: +354 4556386

Opportunity for a Ph.D. study in Evolutionary Ecology of Arctic charr in Iceland

Hólar University College (Prof. Bjarni K. Kristjánsson and Prof. Skúli Skúlason), seeks a Ph.D. student to study the importance of egg size for phenotypic variation and divergence in wild populations of Arctic charr (Salvelinus alpinus) in Iceland.

In nature, considerable phenotypic diversity occurs at multiple levels: among and within species, populations, and among siblings. Understanding the determinants of phenotypic variation and their consequences for performance of individuals remains a challenge for evolutionary biology. Egg size mediated maternal effects have been recognized as an important factor of phenotypic diversity. However, understanding of how egg size affects offspring performance and diversification among wild populations is limited. Here, we study polymorphic Arctic charr and ask: 1) How variable is egg size among populations and what are the consequences of this variation for offspring phenotype and performance? 2) Do differences in egg size contribute to adaptive divergence of populations? And 3) to what extent do maternal effects interact with gene expression in embryos and juveniles? We will measure variation in egg size and egg number, among and within populations that differ in their degree of sympatric divergence, and evaluate how this relates with offspring phenotype among and within females. We will use diet manipulation to test for the interaction of egg size and environmental effects on juveniles, and explore how offspring phenotype is influenced by the interaction of egg size and gene expression. This study presents a novel approach to understanding the factors responsible for shaping and maintaining biodiversity.

We seek a person holding a M.Sc. degree and with knowledge and interest in evolution, development and genetics and experience of fieldwork. The student has to be able to work independently as well as a part of a larger group both in the laboratory and in the field. The working language is English.

Location: the student will be located at Hólar University College and registered at the University of Iceland (Reykjavik). The Department of Aquaculture and Fish Biology at Hólar University College, is situated in Skagafjördur, North Iceland, and is an international center for research, instruction, and continuing education in aquatic biology, aquaculture, and fish biology. A part of the laboratory work will be conducted at the Univeristy of Iceland.

The position, which is a collaboration between Hólar University College, the University of Iceland and EAWAG, Switzerland, is funded for three years by The Icelandic Science Foundation – Rannís and will be filled as soon as a good candidate is found (target date 1. May 2014).

Applicants should send an application letter with a statement of research interests and relevant experience, curriculum vitae with a list of publications (if any), copies of academic qualifications and the names and e-mail addresses of three referees, as a single pdf file to Bjarni K. Kristjánsson (bjakk@holar.is) before March 31 2014.

For further information contact Dr. Bjarni K. Kristjánsson, Professor and Head of Department of Aquaculture and Fish Biology Hólar University College

bjakk@holar.is

Phone:+354 4556386