Óskað er eftir tilnefningum

Dagana 8. – 9. nóvember  verður ráðstefna félagsins um rannsóknir í líffræði haldin. Á síðustu ráðstefnu var tekin upp sá siður félagsins að heiðra íslenska líffræðinga fyrir góða frammistöðu. Við undirritaðir höfum verið skipaðir í valnefnd félagsins og óskum eftir tilnefningum frá félagsmönnum. Veitt verða tvö verðlaun, annarsvegar verðlaun vegna vel lukkaðs ferils í líffræði og hinsvegar verðlaun til ungs og upprennandi líffræðings sem sýnt hefur góðan árangur við upphaf ferils síns.

 
Tilnefningar sendist á netfangið bjakk@holar.is
 
Heiðursverðlauna nefnd Líffræðifélags Íslands.
Bjarni K. Kristjánsson og Snæbjörn Pálsson