Ráðstefnur og málþing á vegum líffræðifélagsins

Eitt mikilvægasta hlutverk líffræðifélags íslands hefur verið að skipuleggja ráðstefnur og málþing um liffræðileg málefni.

Höfuðáherslan hefur verið á ráðstefnur fræðimanna, þótt stundum hafi verið haldnir fundnir með framlagi siðfræðinga, kennara eða fulltrúa stjórnsýslu.

Fyrsta ráðstefnan var haldin 1979, og var hún almennt um líffræðirannsóknir á Íslandi. Ári síðar var sérstök ráðstefna um vistfræðiransókir á Íslandi, (18. september 1980). Síðan þá hafa verið haldnar stærri ráðstefnur og minni málþing um afmörkuð efni, 24 viðburðir alls.

Líffræðiráðstefnan 2013 er því 25 ráðstefnan eða fundurinn sem félagið heldur.