Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Vísindaspjall og aðalfundur 2018

November 16, 2018 @ 7:30 pm - 11:30 pm

Föstudaginn 16. nóvember 2018 verður vísindaspjall og aðalfundur Líffræðifélags Íslands haldinn á Kex Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.

Aðalfundurinn verður frá. 19:30 til 20:00, og hefst vísindaspjallið í beinu framhaldi ca. kl. 20:00.

Dagskrá aðalfundar

a. Skýrsla stjórnar
b. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins
c. Lagabreytingar (sjá viðhengi)
d. Kosning stjórnar
e. Önnur mál

Stjórn félagsins skipa Lísa Anne Libungan formaður, Guðmundur Árni Þórisson vefstjóri, Hlynur Bárðarson gjaldkeri, Hrönn Egilsdóttir og Eva María Sigurbjörnsdóttir meðstjórnendur. Varamaður í stjórn er Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir og skoðunarmaður reikninga Snorri Páll Davíðsson.

Kjörtímabilið eru tvö ár og rennur því út kjörtímabil þriggja stjórnarmanna, þeirra Lísu, Hrannar og Evu Maríu. Lísa gefur kost á sér til endurkjörs.

Vísindaspjallið

Þema kvöldsins verður “Vísindi í fjölmiðlum” . Við fáum til okkar góða gesti sem hafa einmitt miðlað vísindum í fjölmiðla upp á síðkastið á mismunandi máta:

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
Kjartan Hreinn Njálsson, ritstjóri hjá Fréttablaðinu
Rannveig Magnúsdóttir ,líffræðingur hjá Landvernd og TEDx fyrirlesari
Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands

Kvöldið verður á léttu nótunum og því tilvalið fyrir líffræðinga og áhugamenn um líffræði að auka tengslanetið. Endilega skráið ykkur á viðburðinn hér: http://ww.facebook.com/events/343268402886668

eða með því að senda póst á stjorn@biologia.is, svo að hægt sé að áætla fjölda.

Fljótandi veigar í boði félagsins, ókeypis aðgangur, allir velkomnir 🙂

Hlökkum til að sjá ykkur!

Details

Date:
November 16, 2018
Time:
7:30 pm - 11:30 pm