Fréttabréf: Jane Goodall, doktorsvarnir og aðalfundur líffræðifélagsins

Fréttabréf líffræðifélagsins. Starf félagsins hefur verið með rólegra móti þetta árið. Félagið tekur þátt í skipulagningu heimsóknar Jane Goodall, sem mun heimsækja landið 13-15. júní n.k. Nánari upplýsingar berast síðar. Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður í aprílbyrjun, dagsetning ekki enn ákveðin en hugmyndin er að hafa fræðslufund og einhverjar hressingar. Undirritaður mun ganga úr stjórn en unga fólkið mun starfa áfram. …

Agnar Ingólfsson, fyrsti formaður Líffræðifélagsins

Náttúrufræðingurinn hefur verið gefinn út í 85 ár. Í blaðinu er greinar um íslenska og útlenda náttúru, jafnt yfirlitsgreinar og greinar um frumrannsóknir. Nýjasta heftið (3. og 4. árið 2014) er á leiðinni í pósti. Það er helgað Agnari Ingólfssyni vistfræðingi sem lést haustið 2013. Í heftinu eru nokkrar forvitnilegar greinar um vistfræðileg efni, sem tengjast rannsóknum og hugðarefnum Agnar …

Bókafundur og fréttabréf nóvember mánaðar 2014

Sælir félagar Það er sérstök ánægja að minna ykkur á bókafund líffræðifélags Íslands, sem haldinn verður 19. nóvember í Öskju (17:30 til 19:00). Þar verða kynntar þrjár bækur um líffræðileg efni. Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson, Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson og Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson og Lovísu Ásbjörnsdóttur. Höfundar flytja stutt ávörp, opnað verður fyrir umræður og …

Fréttabréf septembers 2014

Sælir félagar Hér eru nokkrar tilkynningar og fréttir sem okkur hafa borist, um fyrirlestra og bók. 1. Umræðufundur Vísindafélags Íslendinga um úttekt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á íslenska Vísinda- og nýsköpunarkerfinu Dagsetning: Föstudagur 26. Sept. kl. 12:10 – 13:00 Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands Frummælendur: Dr. Erna Magnúsdóttir, rannsóknasérfræðingur Dr. Kristján Leósson, framkvæmdastjóri http://biologia.is/2014/09/24/um-uttekt-a-islenska-visinda-og-nyskopunarkerfinu/ 2. Föstudaginn næst komandi (26. sept.) mun Viðar Engilbertsson …

Fréttabréf, ágúst 2014

Í ágústlok er ofgnótt viðburða sem tengjast líffræði og vísindum í boði. 27. ágúst. Askja 12:15 Room 130 Polish Important Bird Areas – Life+ project : Władysław Jankow og The American mink in Europe – negative impact, population adaptation and genetic variation : Andrzej Zalewski http://luvs.hi.is/is/frettir/2014-08-15/friday-lecture-wednesday-27-august-visit…; 28. ágúst. R usage in Iceland in ancient and modern times: Arni Magnússon   …

Fréttabréf mars 2014

Sælir félagar 7. Mars hélt félagið einstaklega vel lukkað málþing um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir http://biologia.is/um-felagid/radstefnur-a-vegum-liffraedifelags-islands/malstof…; Í kjölfar málþingsins var aðalfundur félagsins haldinn. Þar kvaddi Snorri Páll Davíðsson stjórnina og félagið hann með virktum, eftir 9 frábær ár. Hlynur Bárðarson tók við sem gjaldkeri. Óskar Sindri Gíslason var kosin varamaður, en stjórnin annars óbreytt. Fundargerð verður sett á vef félagsins innan …

Fyrstu fréttabréf Líffræðifélagsins

Félaginu barst ómetanleg gjöf frá Guðmundi Eggertsyni. Hann hafði safnað fréttabréfum félagsins frá stofnun til ársins 2004. Fyrstu árin var Agnar Ingólfsson heitinn formaður félagsins og ritstjóri fréttabréfsins. Starfið hófst af miklum krafti, t.d. komu út 9 hefti af fréttabréfinu árið 1980. Stjórn félagsins er núna að koma fréttabréfunum á rafrænt form. Fyrstu þrjú fréttabréfin eru nú aðgengileg á vef …

Fyrirlestrar um líffræði og umhverfisfræði fiskeldis

Líffræðifélagið hefur tekið þátt í að skipuleggja röð fyrirlestra um líffræði og umhverfisfræði fiskeldis, í samstarfi við Verndarsjóð villtra laxastofna og Stofnun Sæmundar fróða. Fyrirhugað er að halda á næstu mánuðum nokkrar málstofur um fiskeldi í kvíum á sjó og landi, á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræðifélags Íslands. Mikil umræða á sér …

Fréttabréf nóvembermánaðar 2013

Kæru félagsmenn Líffræðiráðstefnan var haldin 8. og 9. nóvember – um 200 framlög voru kynnt og yfir 300 manns sóttu fundinn, sem lukkaðist ágætlega. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í ráðstefnunni, á ballinu og/eða hjálpuðu til. Ómar Ragnarsson opnaði ráðstefnuna og nokkur yfirlitserindi voru flutt, m.a. af James Wohlschlegel og Þóru E. Þórhallsdóttur. http://biologia.is/2013/11/21/omar-ragnarsson-opnadi-liffraediradstefnuna/ Bergljót Magnadóttir hlaut heiðursviðurkenningu …

Bréf vegna Náttúruminjasafns í Perlunni

Stjórn Líffræðifélags Íslands skrifaði bréf ásamt nokkrum öðrum félaga og fræðisamtökum, til Mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssonar. Erindið tengist Náttúruminjasafni  í Perlunni, og er hér prentað í heild sinni. Undirrituð samtök hvetja menntamálaráðherra eindregið til að þess að sýna djörfung og þor við uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Náttúruminjasafn Íslands er lögum samkvæmt eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar og á að …