Aðalfundur Líffræðifélagsins

Kæru félagar.

Fimmtudaginn 7. janúar 2021 verður aðalfundur Líffræðifélags Íslands haldinn á Teams kl. 17:00-17:30.  Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast með fjarfundabúnaði verða sendar út þegar nær dregur.

Dagskrá aðalfundar
a. Skýrsla stjórnar
b. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins
c. Kosning stjórnar
d. Önnur mál

Stjórn félagsins skipa Lísa Anne Libungan formaður, Guðmundur Árni Þórisson gjaldkeri, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Arnór Bjarki Svarfdal meðstjórnendur. Skoðunarmaður reikninga er Hlynur Bárðarson.

Kjörtímabilið eru tvö ár og rennur því út kjörtímabil formanns. Lísa gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku, og óskar félagið því eftir nýjum formanni. Stærsta verkefni formannsins er að halda utan um og útdeila verkefnum varðandi Líffræðiráðstefnuna, sem er á dagskrá í október 2021. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna hefst núna í janúar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Lísu (lisa@hafro.is).

**English**

Annual meeting of The Icelandic Biological Society

The next annual meeting of The Icelandic Biological Society will be held on Teams on January 7, 2021, at 5 – 5:30 PM.

Agenda
a. Board report
b. Submitted audited invoices
c. Election of the Board
d. Other matter

The board consists of Lísa Anne Libungan chairman, Guðmundur Árni Þórisson treasurer, Ragnhildur Guðmundsdóttir and Arnór Bjarki Svarfdal board members. The auditor is Hlynur Bárðarson.

The term is two years, so this year a new chairman needs to be elected. Lísa does not wish for a continued chairmanship. The chairman’s biggest task is to oversee and distribute assignments regarding the Biology Conference, which is scheduled for October 2021. Preparations for the conference will begin in January. Interested are asked to contact Lísa (lisa@hafro.is).