Á árinu verða haldnar málstofur um fiskeldi í kvíum í sjó og á landi, á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræðifélags Íslands. Fyrsta málstofan var haldin 17. janúar 2014 og önnur málstofan 14. mars, báðar á Café Sólon.
Á árinu verða haldnar málstofur um fiskeldi í kvíum í sjó og á landi, á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræðifélags Íslands.
Mikil umræða á sér nú stað um arðsemi, kosti og galla laxeldis í sjó. Reynsla af fiskeldi í sjó hér við land og erlendis hefur verið misjöfn og full ástæða er til að fara vandlega yfir hina ýmsu þætti eldisins áður en teknar eru ákvarðanir um frekari framkvæmdir á því sviði. Nú er komið fram á Alþingi frumvarp til laga, þingskjal 609 – 319. mál um breytingu á lögum um fiskeldi. Því er nauðsynlegt að efna til umræðna um fjölmarga þætti sem varða fiskeldi, umhverfi, byggðir og vottun afurða áður en afdrifaríkar breytingar verða lögfestar.
Málstofa um Fiskeldi – áhrif af sjókvíaeldi og lausnir 17. janúar 2014
Á fyrstu málstofunni sagði dr. Brian Vinci frá The ConservationFund, Freshwater Institute í Bandaríkjunumsegja frá frumkvöðlaverkefni í laxeldi á landi sem unnið hefur verið að í Vestur-Virginíufylki. Þar hefur náðst undraverðurárangur án þess að notuð séu bóluefni eðasýklalyf. Fiskurinn er alinn í kerjum sem erhaldið hreinum með búnaði sem fangar úrvatninu öll úrgangsefni frá fiskinum. Meðþví að hafa kerin á landi er komið í veg fyrirsamgang eldisfiska við villta laxastofna og þar með dregið stórlega úr hættu á smiti af sjúkdómumog laxalús, genablöndun eða neikvæðum vistfræðilegum áhrifum. Slæður af erindi dr. Vinci.
Geir Spiten hjá fyrirtækinu Akvatech flutti erindi um lokuð kerfi með áhersluá kerfi sem gefið hafa góða raun vegna hreinlætis og allra aðstæðna til eldis. Takmarkfyrirtækisins er að koma á fót alþjóðlegri starfsemi sem byggist á þessari hreinlegu ogheilsuvænu eldistækni. Slæður af erindi dr. Spiten.
Erindin voru flutt á ensku.
Málstofa um Fiskeldi – áhrif af sjókvíaeldi og lausnir 14. mars 2014
Fjallað verður um sjávarlús í fiskeldi, lyfjagjafir, sjúkdóma og útbreiðslu smits frá fiskeldi í sjó, en allir frummælendur hafa tekið þátt í fjölda rannsókna á þessum sviðum. Að lokum verður opnað fyrir umræður og taka fyrirlesarar og fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva og Landssambands veiðifélaga þátt í pallborðinu.
Á málstofunni fluttu erindi erlendir sérfræðingar sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi.
dr. Trygve Poppe prófessor við norska dýralæknaháskólann Slæður erindis dr. Poppe. (slides from Trygve Poppe)
dr. Paddy Gargan hjá Central Fisheries Board of Ireland Slæður erindis dr. Gargan. (slides from Paddy Gargan)
dr. Bengt Finstad hjá norsku náttúrufræðastofnuninni NINA Slæður erindis dr. Finstad. (slides from Bengt Finstad)
Einnig fluttu styttri erindi þeir Jón Örn Pálsson MSc fyrir hönd Landssambands fiskeldisstöðva og dr. Erik Sterud fyrir hönd Landssambands veiðifélaga.
Málstofa um Fiskeldi – áhrif af sjókvíaeldi og lausnir 4. apríl 2014
Á næstu málstofu munu sérfræðingar gera grein fyrir lagaumhverfi fiskeldis hér á landi frá upphafi og sérstaklega um núgildandi lög og þær breytingar sem nýja frumvarpið felur í sér.
Frummælandi var Árni Ísaksson fyrrum forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu og veiðimálastjóri fram til 2006. Hann er því með mikla reynslu af fiskeldisstjórnsýslu hérlendis. Árni kynnti sögu fiskeldislaga hérlendis, og tíundaði helstu breytingar sem fyrirhugaðar eru í nýja frumvarpinu.
Einnig tóku til máls
Höskuldur Steinarsson forstjóri Fjarðarlax og fulltrúi stjórnar Landsambands Fiskeldisstöðva Slæður erindis Höskuldar
Viktor Guðmundsson formaður Landssambands Stangaveiðifélaga
Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunar
Óðinn Sigþórsson formaður félags veiðifélaga Slæður erindis Óðins
Sigríður Gísladóttir dýralæknir fisk- og loðdýrasjúkdóma á Matvælastofnun Slæður erindis Sigríðar
Guðni M. Eiríksson Fiskistofustjóri og Bjarni M Jónsson stjórnarmaður í samtök eigenda sjávarjarða sögðu nokkur orð.
Rúmur tími var gefinn fyrir opnar umræður um málin, og var hann vel nýttur.
Málstofan var haldin á Café Sólon í Reykjavík föstudaginn 4. apríl, 2014, kl. 13:30 – 16:30.