Skilmálar fyrir miðakaup

Með því að kaupa miða á viðburð á vegum Líffræðifélagsins gegnum vefinn https://biologia.is þá samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Þegar þú hefur keypt miða á viðburð á vegum Líffræðifélagsins þá hefur þú tíma fram að byrjun viðburðar til að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu eftirá ef ekki er mætt.

Ef viðburður fellur niður verður miðinn endurgreiddur að fullu.

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað. Er þetta rétt dagsetning, tímasetning o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftirá.

Sé valið að greiða með kröfu í netbanka samþykkir þú að stofnuð verði krafa á uppgefna kennitölu. Ógreiddar kröfur eftir eindaga verða rukkaðar með innheimtu dráttavaxta.

Með kaupum á miða hjá Líffræðifélaginu, samþykkir þú að fá sendan tölvupóst með fregnum af viðburðinum og kynningarefni honum tengdum.

Líffræðifélagið ber enga ábyrgð á persónulegum munum miðaeigenda fyrir, á meðan, eða eftir að viðburði lýkur.