Örerindi – „Mold ert þú“

Ólafur Gestur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindi um moldina. Í fyrirlestrinum er fjallað um moldina sem eina af mikilvægustu auðlindum jarðar – í tilefni útgáfu bókarinnar „Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra“. Bókin verður rædd með hliðsjón af notkun til kennslu á mismunandi skólastigum. Bókin fjallar um eðli moldar almennt, sérstæði íslensks jarðvegs, landmótun, en einnig tengsl moldarinnar við kolefnishringrásina og loftslagsmál, hrun íslenskra vistkerfa út frá “sjónarmiði moldarinnar” og vistheimt.

 

Mynd: Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi