Ragnhildur Guðmundsdóttir

Ragnhildur  Guðmundsdóttir (f. 1982) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 2005, meistaraprófi í sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, Noregi og Háskólasetrið á Svalbarða (UNIS) 2008, diplómaprófi í kennslufræðum við Háskóla Íslands 2012 og doktorsprófi í líffræði 2020 við sama skóla. Doktorsritgerðin fjallaði um örverur í grunnvatni og lindaruppsprettum í tengslum við grunnvatnsmarflóna Crangonyx islandicus. Ragnhildur hefur starfað við kennslu á ýmsum skólastigum ásamt því að sinna rannsóknum á lífríki í sjó og í vatni en rannsóknaráhugi hennar liggur aðallega innan vistfræðinnar og því hvernig samspil lífrænna og ólífrænna þátta koma að mótun tegundasamfélaga. Ragnhildur starfar hjá Náttúruminjasafni Íslands.