Húsakynni
Ráðstefnan fer fram við Sturlugötu í Reykjavík. Setningin fer fram í Fróða, stóra sal Íslenskrar Erfðagreiningar, á fimmtudeginum. Fyrirlestrar þann daginn verða að mestu í Í.E. en einnig í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Fyrirlestrar föstudags verða ýmist í Í.E. eða Öskju. Á laugardag verða allir fyrirlestrar í Öskju. Veggspjaldasýning verður í Öskju.
Skráning
Opið er fyrir skráningu alveg fram að opnun ráðstefnu og á staðnum. Upplýsingar um skráningargjöld, greiðslumáta og fleira má finna á skráningarsíðunni. Ráðstefnugögn verða afhent og skráning á vettvangi verður á þjónustuborði. Fyrst í anddyri Íslenskrar Erfðagreiningar fimmtudag og föstudag. Síðan verður skráningarborðið opið í Öskju, á jarðhæð, frá kl 17:00 til loka ráðstefnunnar.
Dagskrá
Listi yfir tímasetningu yfirlitserinda, málstofa og einstakra erinda er í vinnslu og verður birtur í byrjun október.
Veggspjöld
Veggspjöld verða standandi, stærst í A0. Ráðstefnugestir fá afslátt af prentun hjá Sýningakerfum. Verð er 6000kr+VSK eins og áður fyrir fyrrnefnda stærð og munu Sýningakerfi sjá um að koma þeim í Öskju í ár. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta góða tilboð eru beðnir um að hafa samband beint við Sýningakerfi á netfangið syning@syning.is og senda þeim veggsjöld á PDF-formi í kjölfarið.
Veggspjaldasýningin fer fram á jarðhæð Öskju skv. dagskrá. Veggspjöldin eru númeruð. Boðið verður upp á létt snarl og drykki á meðan á sýningunni stendur. Veggspjöldin verða til sýnis alla ráðstefnuna. Fólk er hvatt til að hengja spjöldin sín upp í byrjun ráðstefnunnar. Standarnir verða settir upp á fimmtudag og teknir niður eftir kl. 17:00 á laugardeginum.
Erindi
Athugið að erindi eru stutt og reglum um tímamörk verður fylgt eftir. Fyrirlesarar hafa 12 mínútur til að kynna efni sitt og 3 mínútur fyrir umræður. Fundarstjóri málstofu mun halda dagskránni í föstum skorðum, þannig að farsælast er að fólk virði tímamörkin. Fyrirlesarar eru beðnir um að koma rafrænum eintökum af glærum sínum til fundarstjóra vel tímanlega, í seinasta lagi í kaffihléinu á undan viðkomandi málstofu.
Þeir sem eru með glærur úr Mac vélum eru hvattir til að vista þær á formi sem er móttækilegt fyrir Windows PC vélar, t.d. pdf, eða að koma með eigin Mac vél og tengibúnað.
Ágrip
Ágrip allra erinda og veggspjalda verða birt á vef félagsins fyrir upphaf ráðstefnunnar. Listi yfir öll erindi verður birtur á dagskrársíðunni og listi yfir öll veggspjöld verður birtur á sérstakri veggspjaldasíðu.
Kynningarbásar
Í vinnslu.
Lokahóf
Haustfagnaður Líffræðifélagsins verður handlinn að kvöldi laugardagsins í Ægi 220 í Hafnarfirði.