Leiðbeiningar / Instructions

Húsakynni

Ráðstefnan fer fram við Sturlugötu í Reykjavík. Setningin fer fram í Fróða, stóra sal Íslenskrar Erfðagreiningar, á fimmtudeginum. Fyrirlestrar þann daginn verða í Fróða og Tjarnarsal Íslenskrar Erfðagreiningar. Fyrirlestrar föstudags verða ýmist í Í.E. eða Öskju. Á laugardag verða allir fyrirlestrar í Öskju. Veggspjaldasýning verður í Öskju á föstudagskvöld.

Skráning

Opið er fyrir skráningu alveg fram að opnun ráðstefnu og á staðnum. Upplýsingar um skráningargjöld, greiðslumáta og fleira má finna á skráningarsíðunni. “Early bird” skráningarafsláttur gildir til 2. október. Ráðstefnugögn verða afhent og skráning á vettvangi verður á þjónustuborði – fyrst í anddyri Íslenskrar Erfðagreiningar fimmtudag og föstudag en síðan verður skráningarborðið opið í Öskju, á jarðhæð, frá kl 17:00 til loka ráðstefnunnar.

Dagskrá

Listi yfir tímasetningu yfirlitserinda, málstofa og einstakra erinda má finna hér (athugið að um fyrstu drög er að ræða, dagskrá gæti breyst lítillega).

Veggspjöld

Veggspjöld verða standandi, stærst í A0. Ráðstefnugestir fá afslátt af prentun hjá Sýningakerfum. Verð er 6000kr+VSK eins og áður fyrir fyrrnefnda stærð og munu Sýningakerfi sjá um að koma þeim í Öskju í ár. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta góða tilboð eru beðnir um að hafa samband beint við Sýningakerfi á netfangið syning@syning.is og senda þeim veggsjöld á PDF-formi í kjölfarið, í seinasta lagi fyrir hádegi þann 6. október nk.

Veggspjaldasýningin fer fram á jarðhæð Öskju skv. dagskrá. Veggspjöldin eru númeruð. Boðið verður upp á létt snarl og drykki á meðan á sýningunni stendur. Veggspjöldin verða til sýnis alla ráðstefnuna. Fólk er hvatt til að hengja spjöldin sín upp í byrjun ráðstefnunnar. Standarnir verða settir upp á fimmtudag og teknir niður eftir kl. 17:00 á laugardeginum.

Erindi

Athugið að erindi eru stutt og reglum um tímamörk verður fylgt eftir. Fyrirlesarar hafa 12 mínútur til að kynna efni sitt og 3 mínútur fyrir umræður. Fundarstjóri málstofu mun halda dagskránni í föstum skorðum, þannig að farsælast er að fólk virði tímamörkin. Fyrirlesarar eru beðnir um að koma rafrænum eintökum af glærum sínum til fundarstjóra vel tímanlega, í seinasta lagi í kaffihléinu á undan viðkomandi málstofu.

Þeir sem eru með glærur úr Mac vélum eru hvattir til að vista þær á formi sem er móttækilegt fyrir Windows PC vélar, t.d. pdf, eða að koma með eigin Mac vél og tengibúnað.

Ágrip

Ágrip allra erinda og veggspjalda verða birt á vef félagsins fyrir upphaf ráðstefnunnar. Listi yfir öll erindi verður birtur á dagskrársíðunni og listi yfir öll veggspjöld verður birtur á sérstakri veggspjaldasíðu.

Kynningarbásar

Í vinnslu.

Lokahóf

Haustfagnaður Líffræðifélagsins verður handlinn að kvöldi laugardagsins í Ægi 220 í Hafnarfirði