Líffræðiráðstefnan 6. og 7. nóvember 2009
Í tilefni af 30 ára afmæli líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna dagana 6. og 7. nóvember 2009. Ráðstefnan fer fram í Öskju, Háskóla Íslands, húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og Norræna húsinu.
107 erindi og 110 veggspjöld.
Samkvæmt skráningu voru 102 erindi á ráðstefnunni, auk 5 yfirlitserinda. Að auki voru kynnt 110 veggspjöld. Samkvæmt fyrstu tölum komu nákvæmlega 300 manns á ráðstefnuna. Hún gekk að mestu snuðrulaust fyrir sig, og haustfagnaður Líffræðifélagsins að kveldi þess 7 nóvember var hinn fjörugasti.
Undirbúningsnefndin vill þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum til ráðstefnunar, með veggspjöldum, erindum, hjálp við skipulagningu og framkvæmd. Fundarstjórnunum ber að þakka sérstaklega, sem og Hagsmunafélagi líffræðinema sem leysti úr öllum hnútum.
4. nóvember 2009
Loka útgáfa af dagskrá
Dagskrá fyrirlestra og atburða (newest version of the schedule) og skipulag veggspjalda.
Ágrip erinda og veggspjalda eru nú aðgengileg (5 MB), og bráðum rafræn útgáfa af ráðstefnuritinu (16 MB).
Styrktaraðillar líffræðiráðstefnunar 2009 eru:
Krabbameinsfélag Íslands | Landsamband veiðifélaga |
Landsvirkjun |
Orf líftækni
|
Cetus
|
Íslensk erfðagreining |
Háskólinn á Hólum | |
Umhverfisstofnun |
Hafrannsóknarstofnun
|
Háskóli Íslands |
Cistron (cistronehf hjá gmail punktur com)
Mennta og menningarmálaráðuneytið
Dagskrá er tilbúin
Gengið hefur verið frá dagskrá fyrirlestra og yfirlitserinda á ráðstefnunni (sjá tengil efst). Dagskráin hefur tekið örlitlum breytingum, nokkur erindi dottið út og önnur komið inn. Tímasetning þeirra erinda sem á dagskrá voru komin mun ekki breytast.
Ráðstefnan hefst kl 8:30 föstudaginn 6. nóvember í sal Íslenskrar erfðagreiningar. Þar fara fram tvö yfirlitserindi, um vistfræði (Inga Svala Jónsdóttir) og mannerfðafræði (Unnur Þorsteinsdóttir).
Fjórar samhliða málstofur hefjast kl 10:20 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Norræna húsinu og Öskju.
Veggspjaldasýning verður í Öskju milli 17:00 og 20:00 á föstudaginn. Veggspjöldin hanga uppi alla ráðstefnuna.
Dagskrá laugardagsins er í grófum dráttum sú að fyrst verða tvö yfirlitserindi, um þroskun taugakerfisins (Sigríður R. Franzdóttir) og náttúruvernd (Hjörleifur Guttormsson).
Málstofur taka svo við kl 10:20 og standa til kl 17:00, nema hvað Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður S. Snorrason munu flytja yfirlitserindi kl 13:00 um þróun atferlis.
Gróco býður upp á léttar veitingar í lok ráðstefnunar.
Haustfagnaður líffræðifélagsins verður haldinn að kveldi 7. nóvember á Hótel Borg.
Eldri skilaboð
Seinni skráning
Skráningarfrestur á ráðstefnuna var 15. september, en vegna fjölda áskoranna er enn er tekið á móti ágripum fyrir veggspjöld (“late submission”). Netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Ágrip erinda og veggspjalda skal senda á sama netfang.
Sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar um frágang útdrátta í meðfylgjandi skjölum, á islensku (pdf) og ensku (pdf). Erindi og veggspjöld geta annað hvort verið á íslensku eða ensku.
Haustfagnaður og lokahóf
Að lokinni ráðstefnunni, laugardagskvöldið 7. nóvember, verður haldinn haustfagnaður Líffræðifélags Íslands á Hótel Borg. Veislustjóri verður K.P. Magnússon og ræðumaður kvöldsins Skúli Skúlason. Óli Palli af Rás 2 verður plötusnúður.