Frá haustbyrjun 2023 verður hægt að skrá sig formlega í Líffræðifélagið sem virkur félagi og greiða árgjald. Gjaldið er nú 1500kr og innheimt fyrir tvö ár í senn.
Af hverju gerast félagi ?
Virkir félagar í Líffræðifélaginu fá:
- sérkjör á miðum á Líffræðiráðstefnuna
- ókeypis aðgang að Haustfagnaði Líffræðifélagsins
- geta mætt á aðalfund félagsins og tekið þar þátt í atkvæðagreiðslum og umræðum
Skráning og greiðsla árgjalds fer fram gegnum netverslun félagsins, og hægt er að kaupa miða á Líffræðiráðstefnuna um leið:
Til að staðfesta félagsaðild þína, þarftu að skrá þig inn og svo bara smella á Mínar upplýsingar/My profile. Þar neðst á síðunni sérðu Félagsaðild/Membership sem mun líta svona út ef þú ert með virka aðild:
Póstlisti félagsins
Skráðir félagar er sjálfkrafa settir á póstlista Líffræðifélagsins nema þeir óski eftir öðru við skráningu. Þeir sem kjósa að vera ekki skráðir sem félagar geta eftir sem áður skráð sig einungis á póstlistann til að fá fréttir af starfinu, tilkynningar um viðburði og fleira slíkt: