Freyja Imsland stundar rannsóknir á literfðum hesta í Svíþjóð, með Leif Andersson og félögum.
Nýjasta rannsókn hennar fjallar um erfðir álótta mynstursins, þar sem dökk rák liggur eftir baki hestins og faxið verður tvílitur kambur. Rúv fjallaði um rannsóknina í gær.
Freyja Imsland dr. í erfðafræði hefur rannsakað literfðir í samstarfi við vísindamenn í Svíþjóð, Bandaríkjunum og víðar. Þessi hestur er móálóttur – állinn er dökka línan sem liggur eftir bakinu á honum og inn í faxið sem er tvílitt.
„Ef þú horfir framan í hestinn og skoðar ennistoppinn þá sérðu hann er svartur í miðjunni og ljósleitur til hliðanna það er einkenni á álótta litnum.“
Allt að nítján hundruð hross voru í rannsókninni. Af þeim voru níu hundruð íslensk en einnig voru rannsakaðar 5 – 6 tegundir hryssinga, t.d. asnar, sebrahestar o.fl. Talið var að öll hross hafi verið álótt í árdaga og að hinir litirnir hafi orðið til eftir að hesturinn var taminn. 43 þúsund ára gamalt sýni úr hesti var skoðað.
„Það var bæði með álóttar erfiðir og svo einnig erfiðir fyrir ekki álóttum lit, sem segir manni að litbrigði hesta hafi verið fjölbreyttari áður en maðurinn fór að skipta sér af heldur en fólk gerði sér grein fyrir áður.“