Aðalfundur / Annual General Meeting

*English below*

Kæru félagar

Aðalfundur Líffræðifélagsins verður haldinn laugardagskvöldið 2. nóvember kl 19:30 á Bryggjunni Brugghúsi. Virkir félagar (sjá Félagsaðild) geta tekið þátt í fundinum. Síðan tekur við skemmtidagskrá, sjá nánar á Facebook síðunni fyrir viðburðinn). Boðið verður upp á drykki og snakk&nammi.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Skýrsla stjórnar
2. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins
3. Kosning stjórnar
4. Lagabreytingar (sjá tillögur að texta að neðan)
5. Önnur mál

Stjórnin vekur sérstaka athygli á kynningu og umræðu um styrkarsjóð félagsins sem verður komið á fót í vetur.

ATH Almennur aðalfundur er aðal vettvangurinn fyrir félagsmenn til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins okkar, með því taka þátt í umræðum og kjósa.

Stjórn félagsins skipa Ásthildur Erlingsdóttir starfandi formaður, Guðmundur Árni Þórisson gjaldkeri, Áki Jarl Láruson, Hildur Magnúsdóttir, Eva María Ingvadóttir, Snorri Sigurðsson og Hermann Kári Hannesson (sjá líka https://biologia.is/um-felagid/stjorn/).

Stjórn leggur til að eftirfarandi greinum verði bætt við lög félagsins:

7. gr.
Félagar greiða félagsgjald við nýskráningu á vefsíðu félagsins. Teljast þeir þá tímabundið virkir félagar í Líffræðifélagi Íslands. Þegar gildistíma lýkur er hægt er að endurnýja eða endurvirkja félagsaðild eftir þörfum. Upphæð félagsgjalda, gildistími aðildar og önnur útfærsluatriði skulu ákveðin af stjórn.

8. gr.
Félagið starfrækir styrktarsjóð. Styrkjum er úthlutað árlega og er markhópurinn nemendur í líffræði og skyldum greinum við háskóla á Íslandi. Sjóðurinn er fjármagnaður af Líffræðifélagi Íslands og með mótframlögum.  Fjöldi og upphæð styrkja skal ákveðin af stjórn og fer eftir fjárhagsstöðu félagsins hverju sinni. Úthlutunarreglur og breytingar á þeim skulu ákveðin af stjórn og kynntar félagsmönnum.
—-

Stjórnin
//

Dear all. The Annual General Meeting of the Icelandic Biological Society will be held Saturday 2nd November at 19:30, at Bryggjan Brugghús. Currently active members can participate in the meeting (see Membership). Drinks & snacks will be provided. The meeting will be followed by the Society autumn social event, see event details on Facebook).

Agenda:

1. Report from the Board
2. Presentation of financial report
3. Election of the Board
4. Changes to bylaws
5. Other business