Tilkynningar gamlar 2000-2010

Tilkynningar

Tilkyningarnar spanna nokkur ár, frá 2000 til 2007.

Tilkynningar ársins 2010

24 nóvember 2010 Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni (biodiversity). Af þessu tilefni efna Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands til vísindaráðstefnu um rannsóknir á eðli, tilurð og verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Ráðstefnan verður haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu. Dagskráin stendur frá 9:00 til 18:30, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og veggspjaldakynning í Öskju, náttúrufræðihúsi (veitingar með veggspjaldakynningu eru í boði Gróco ehf).

Forskráning er ekki nauðsynleg, en skráningargjald er 500 kr – ókeypis fyrir nemendur. Innheimtist á staðnum.

Ingibjörg S. Jónsdóttir setur fundinn kl 9:00 og Sigurður Á. Þráinsson frá Umhverfisráðuneytinu flytur stutt ávarp.

Klukkan 9.15 flytur Ástþór Gíslason (Hafrannsóknarstofnun) yfirlitserindi um Líffræðileg fjölbreytni og nýlegar rannsóknir á henni á Mið-Atlantshafshryggnum

Klukkan 13.15 fjallar Simon Jeffrey (Joint Research Centre, The European Commission, Ispra, Italy) fjallar um “European Atlas of Soil Biodiversity

Dagskrá fundarins.

Styrktaraðillar eru Gróco ehf og Umhverfisráðaneytið.

31 október 2010. Netfangaskrá og fundur um líffræðilega fjölbreytni

Eftir nokkuð basl með netfangaskrá Líffræðifélagsins sem gufaði upphjá Símanum er loksins komin virk netfangaskrá. Þökk sé Snorra PáliDavíðssyni gjaldkera Líffræðifélagsins. Vonandi verður þessi skrákveikjan að betra sambandi innan Líffræðifélagsins og aukins starfs. Látið þennan póst berast sem víðast og til mögulegra félagsmanna. Þeir sem vilja vera með á póstlistanum geta sent okkur línu á lif@gresjan.is.

Síðasti atburður á vegum félagsins var Líffræðiráðstefnan haustið2009, sem var vel sótt, og lauk með með balli á Borginni. Laugardaginn 27.nóvember höldum við eins dags ráðstefnu í Norræna húsinu, með Vistfræðifélaginu, um líffræðilegan fjölbreytileika. Hægt er að skrá sig áráðstefnuna á netfanginu lifbr.fundur2010@gmail.com.

Við hvetjum félagsmenn til að hafa samband ef þeir hafa hugmyndir um hvað Líffræðifélagið gæti gert og ef þeir vilja hrinda einhverjum góðum hugmyndum í framkvæmd.

Heimasíða líffræðifélagsins: www.biologia.hi.is

Skráning á póstlista félagsins: http://lif.gresjan.is/skraning

Með kveðju stjórnin.

 

27. maí 2010. Póstlisti Líffræðifélags Íslands

Skrá með félögum líffræðifélagsins tapaðist því miður snemma árs 2009 vegna breytinga í þjónustu hjá Símanum sem áður hýsti félagaskrána og heimasíðu félagsins.

Við viljum því biðja ykkur að skrá ykkur í líffræðifélagið hér:

http://lif.gresjan.is/skraning

ef þið hafið áhuga á að fylgjast með starfi félagsins eða taka þátt í starfi þess. Nýir jafnt sem eldri félagsmenn eru hvattir til að skrá sig. Upplýsingar verða hvorki seldar né þeim deilt með þriðja aðilla.

Líffræðifélagið hefur fengið nýja heimasíðu www.biologia.hi.is þar má sjá ýmislegt efni af fyrri síðu líffræðifélagsins og efni tengt ráðstefnu líffræðifélagsins og líffræðistofnunar sem haldin var haustið 2009, og eldri ráðstefnum. Fyrirhugað starf félagsins er í stöðugri mótun og ræðst af óskum félagsmanna. Stefnt er að því að halda málþing um líffræðilegan fjölbreytileika í haust með vistfræðifélaginu. Þá hefur ekki verið haldinn aðalfundur um nokkuð skeið og verður hann haldinn nú í haust. Upplýsingar um þessa fundi verða sendar út síðar.

Ákveðið var að félagsgjald verði 2000 krónur.

Virðingarfyllst, stjórn líffræðifélagsins.

Tilkynningar ársins 2009

 
21. október 2009.
Haustfagnaður Líffræðifélags Íslands 2009
 

Haustfagnaður Líffræðifélags Íslands verður haldinn laugardaginn 7. nóvember í Gyllta sal Hótel Borgar. Veislustjóri verður Kristinn P. Magnússon og ræðumaður kvöldsins Skúli Skúlason. Skemmtiatriði verða heimatilbúin og eru árgangar, stofnanir og aðrar klíkur hvattar til að leggja sitt af mörkum.

Plötusnúður verður Óli Palli.  Húsið opnar kl. 20.00 og verður boðið upp á ekta HAXA bollu í fordrykk, eftir það verður opinn bar og dansiball til kl. 1.00.

Aðgöngumiði er innifalinn í ráðstefnugjaldi á afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar H.Í. Einnig verður hægt að kaupa aukamiða á ráðstefnunni og við innganginn á 1500 kr.

Skemmtinefndina skipa Snorri Páll Davíðsson, Eiríkur Sigurðsson, Zophonías O. Jónsson og Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir.

Einnar síðu auglýsingu (pdf) má hlaða niður og dreifa.

10. ágúst 2009.

Aðalfundur líffræðifélags Íslands 2009

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands fyrir árið 2009 verður haldinn í Öskjuþann 27. ágúst næstkomandi og hefst kl. 20.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Starfsemi Líffræðifélagsins hefur verið með daufara móti undanfarin ár en nú liggur fyrir að ný stjórn mun taka við taumunum og gera tilraun til að blása lífi í starfsemina. Framundan er að halda afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins og Líffræðistofnunar H.Í. Skráning á ráðstefnuna er þegar hafin og gengur framar vonum.

Einnig verða rædd framtíðaráform og horfur fyrir Líffræðifélagið og eru allir þeir sem vilja framgang félagsins sem mestan hvattir til að mæta á fundinn og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Á meðan á fundi stendur mun verða boðið upp á léttar kaffiveitingar.

Með bestu kveðjum, fyrir hönd stjórnar Snorri Páll Davíðsson

Tilkynningar ársins 2007

 
31.jan 2007

Fræðslufundur um hvali

 

Miðvikudaginn 31. janúar n.k. mun Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun, halda fræðsluerindi um hvali á vegum Líffræðifélags Íslands. Fundurinn verður í Öskju, Náttúrufræðahúsi háskólans, í sofu N-132 og hefst kl: 20.30. Allir velkomnir!

Gísli A. Víkingsson mun greina frá helstu niðurstöðum viðamikilla hvalatalninga sem fram fóru 1987-2001. Einnig mun hann kynna frumniðurtöður nokkurra þátta hrefnurannsókna sem staðið hafa síðan 2003.

Tilkynningar ársins 2006

 

30. nóvember 2006

Málþing um rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum

Líffræðifélag Íslands stendur ásamt Vísindasiðanefnd fyrir málþingi um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tæknifrjóvgun, sem varða stofnfrumurannsóknir á fósturvísum.

Á málþinginu, sem haldið er í Norræna húsinu, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13-18, munu fræðimenn á sviði líffræði, heimspeki og læknisfræði fjalla um stofnfrumurannsóknir, sér í lagi með tilliti til fyrirliggjandi tillagna að breytingum á löggjöf á þessu sviði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Áhugamenn um löggjöf og stjórnsýslu á sviði heilbrigðisvísinda og -rannsókna eru hvattir til að kynna sér fyrirliggjandi frumvarpsdrög á http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2230

Dagskrá málþingsins (á pdf formi).

laugardaginn 13.maí

Líffræðifélag Íslands stendur fyrir fjöruferð við Gróttu laugardaginn 13. maí næstkomandi. Mæting verður á bílastæði við Gróttu kl. 12:00.

Líffræðingarnir María Björk Steinarsdóttir og Halldór Pálmar Halldórsson munu fræða gesti og gangandi um lífið í fjörunni og aðstoða við greiningu þeirra lífvera sem þar finnast. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér fötur til að safna lífverum í.

Tilkynningar ársins 2005

Ný stjórn Líffræðifélags Íslands

Langt er síðan heimasíða Líffræðifélags Íslands var síðast uppfærð. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa orðið þáttaskil í félaginu. Á vormánuðum 2005 lognaðist starfsemin að mestu út af og litlu mátti muna að félagið yrði lagt niður. Á haustmánuðum 2005 var fyrir tilstuðlan Ólafs Patricks Ólafssonar leitast við að hafa uppi á fólki sem gæti tekið stjórn félagsins að sér. Það markmið náðist og var fyrsti fundur félagsins undir nýrri stjórn haldinn nú í febrúar.

Núverandi stjórn skipa: Gunnar Þór Hallgrímsson, formaður Valþór Ásgrímsson, varaformaður Snorri Páll Davíðsson, gjaldkeri Gróa Pétursdóttir, ritari Óskar Bjarni Skarphéðinsson, fulltrúi hagsmunafélags líffræðinema (HAXI) Ólafur Patrick Ólafsson, ritstjóri fréttabréfs Inga Hrund Gunnarsdóttir mun áfram gegna hlutverki vefstjóra heimasíðu félagsins.

Fráfarandi stjórn skilaði góðu búi og er henni þakkað heilshugar fyrir vel unnin störf. Núverandi stjórn vinnur þessa stundina að spennandi dagskrá fyrir árið 2006. Nú þegar hefur verið ákveðið að leggja aukna áherslu á fræðsluferðir auk þess að standa fyrir nokkrum málþingum um þætti sem mikið eru í umræðunni.

Dagskrá ársins verður kynnt hér á vefnum innan skamms.

Aðalfundur 2005

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands, sem frestað var af óviðráðanlegum ástæðum sl. vor, verður haldinn í félagsherbergi Haxa, Náttúrufræðahúsinu Öskju, Sturlugötu 7, fimmtudaginn 29. september 2005 kl.18.00.

Dagskrá:

a. Skýrsla stjórnar.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Lagabreytingar.
d. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda.
e. Inntaka nýrra félaga.
f. Ákvörðun félagsgjalda.
g. Önnur mál.

Athygli er vakin á því að allir meðlimir stjórnar hyggjast hætta störfum á komandi aðalfundi. Félagar eru eindregið hvattir til að tilnefna stjórnarmenn til starfa næsta vetur, til að félagið geti áfram starfað að útgáfu fréttabréfs, skipulagningar ráðstefnu og annarra starfa, eins og fyrirhugað er. Fyrirspurnir sendist á olof.yrr.atladottir@vsn.stjr.is

 

Tilkynningar ársins 2004

 
11.nóv 2004

Dagskrá ráðstefnu, erindi

Á laugardagskvöldinu 20.nóvember, eftir ráðstefnuna, verður skemmtun fyrir líffræðinga og vini þeirra á Hótel Borg frá kl.22.00. Aðgangseyrir er 1200 kr og innifalið er fordrykkur og einhverjar veitingar. Óli Palli (Rás 2) verður plötusnúður og stór kostar 500 kr.

Við hvetjum fólk til að drífa nú sauma-, golf – eða matarklúbbinn ykkar úr líffræðinni til að hittast, fá sér eitthvað í gogginn saman og skella sér á þessa skemmtun.

29.okt 2004

Stærð veggspjald skal ekki vera stærri en 90×124 cm en það er rúmlega stærð A0 blaðs.

22.okt 2004

Opnað hefur verið fyrir skráningu gesta á ráðstefnuna sem verður 19.-20.nóvember. Aðgangseyrir verður 3000 kr. fyrir báða dagana (ekki ódýrara seinni daginn) og eru kaffiveitingar innifaldar. Félagsmenn í Líffræðifélagi Íslands fá 1000 kr. afslátt. Framhaldsskólakennarar fá ráðstefnugjöld endurgreidd frá Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara.

9.maí 2004

AFMÆLISRÁÐSTEFNA LÍFFRÆÐIFÉLAGS ÍSLANDS OG LÍFFRÆÐISTOFNUNAR HÁSKÓLANS 2004 Í tilefni af 25 ára afmæli Líffræðifélagsins og 30 ára afmælis Líffræðistofnunar Háskólans hafa forstöðumenn félagsins og stofnunarinnar ákveðið að boða til ráðstefnu til almennrar kynningar á líffræðirannsóknum á Íslandi. Áætlað er að halda ráðstefnuna á tveim til þrem dögum, 18.-20. nóvember n.k. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og afmælisráðstefnan sem haldin var fyrir fimm árum en hún þótti takast með miklum ágætum. Þá voru haldin 100 erindi og sýnd ríflega 130 veggspjöld. Að þessu sinni er áformað að halda nokkur yfirlitserindi (45 mín., plenary) í stórum sal en einnig er reiknað með 50-80 styttri erindum (20 mín.) þar sem líffræðingum gefst kostur á að kynna rannsóknir sínar. Þá er einnig gert ráð fyrir að margir vilji kynna rannsóknir með veggspjöldum. Við viljum hvetja alla líffræðinga að draga fram það nýstárlegasta sem þeir hafa í handraðanum og kynna á ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar fást hjá ráðstefnustjórn í netföngunum sigsnor@hi.is eða biologia@centrum.is

Ráðstefnugjöld hafa ekki verið endanlega ákveðin en verður stillt í hóf.

Aðalfundur föstudaginn 30.apríl

Stjórn Líffræðifélags Íslands minnir á aðalfund félagsins, sem haldinn verður á föstudag, 30. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Vísindasiðanefndar að Laugavegi 103, 5.hæð og hefst kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, eins og áður hefur verið auglýst.

Stjórn LÍ hvetur félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum um starfsemi félagsins.

Sett inn 9.feb 2004

Miðvikudaginn 11 febrúar kl. 16:00 í stofu 132 í Náttúrufræðahúsi HÍ, mun María Ingimarsdóttir gangast undir meistarapróf við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands og halda fyrirlestur um verkefni sitt:

ÁHRIF HITAFALLANDA Á SMÁDÝRALÍF HÁHITASVÆÐA Á REYKJANESI OG VIÐ ÖLKELDUHÁLS

Jarðhitasvæði mynda afmörkuð búsvæði sem einkennast meðal annars af meiri hita og raka en finnst þar í kring. Markmið þessarar rannsóknar var að finna út hvað einkennir samfélag þeirra smádýra sem eru á ferli á heitri jörðu háhitasvæða og hvernig það breytist með hitafallanda. Smádýr voru veidd í fallgildrur sem staðsettar voru á hitafallanda tveggja háhitasvæða, á Reykjanesi og við Ölkelduháls. Til að athuga hvort smádýr nýti sér hitann til aukinnar virkni yfir veturinn voru gildrurnar á Reykjanesi látnar ganga í eitt ár. Jarðvegshiti var mældur við gildrurnar og hula mismunandi gróðurflokka metin. Tegundasamsetning smádýra er mjög ólík á rannsóknasvæðunum tveimur en þau eiga samt margt sameiginlegt.

Tegundasamsetning breyttist mjög mikið eftir hitafallanda, það mikið að aðeins fáar tegundir fundust bæði á heitri (>50°C á 10 cm dýpi) og kaldri (<20°C á 10 cm dýpi) jörðu og mun færri tegundir fundust á heitri jörðu en þeim sem kaldara var. Í mesta hitanum breyttist virkni smádýra tiltölulega lítið yfir árið en tegundasamsetning þeirra smádýra sem voru virk á hverjum tíma breyttist hins vegar talsvert þar sem kaldara var. Þegar virkni einstakra tegunda var skoðuð eftir hitafallanda kom í ljós að jarðvegshiti hefur áhrif á virkni smádýra en hann þarf þó að vera nokkuð mikill til að hafa áhrif til aukinnar virkni.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi er Jón S. Ólafsson, Dósent við líffræðiskor Háskóla Íslands Meðleiðbeinandi er Erling Ólafsson, Skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands Prófdómari er Guðmundur Halldórsson, Skordýrafræðingur hjá Skógrækt ríkisins.

Fyrirlesturinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir

Tilkynningar ársins 2002

 

11.09.2002

Árleg ráðstefna Líffræðifélags Íslands í samvinnu við Siðfræðistofnun Háskólans verður haldin laugardaginn 14. september í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðgangseyrir er 1000 kr og 500 kr fyrir skuldlausa L.Í. félaga, velunnara Siðfræðistofnunar og nema.

SIÐFRÆÐI OG LÍFVÍSINDI Vits er þörf

10:00 – 10:15 Setning – Ólöf Ýrr Atladóttir, formaður Líffræðifélags Íslands

10:15 – 10:45 Vilhjálmur Árnason – Siðfræðin og lífvísindin. Inngangserindi

10:45 – 11:15 Einar Mäntylä – Eru’ða breytt matvæli ?

11:15 – 11:30 Kaffihlé

11:30 – 12:00 Þorvarður Árnason – Um (mögulegar) samræður líffræðinga og siðfræðinga

12:00 – 12:30 Ágústa Guðmundsdóttir

12:30 – 13:00 Eggert Gunnarsson – Siðfræði dýratilrauna

13:00 – 14:00 Hádegishlé

14:00 – 14:30 Kári Stefánsson – Mannerfðafræði – Til hvers? Inngangserindi

14:30 – 15:00 Bryndís Valsdóttir – Siðferðilegt sjónarhorn á einræktun fósturvísa

15:00 – 15:30 Kristbjörn Orri Guðmundsson – Stofnfrumurannsóknir

15:30 – 15:45 Kaffihlé 15:45 – 16:15 Stefán Hjörleifsson – Erfðavísindi og samfélag

16:15 – 16:45 Pallborðsumræður Ólafur Andrésson stórnar pallborði

17:00 – 18:00 Móttaka í Skólabæ

Ráðstefnurit (Word skjal)

Auglýsing

18.04.2002

Föstudagsfyrirlestur 19.apríl kl. 12:20 í G-6 á Grensásvegi 12

Jörundur Svavarsson Líffræðistofnun Háskólans

FURÐUSKEPNUR Í DÝPRI HLUTA MEXÍKÓFLÓA – LÍFRÍKI METANUPPSTREYMISSVÆÐIS.

Í dýpri hluta Mexíkóflóa er ákaflega forvitnilegt lífríki á borni sjávar. Mikið magn kolvetnis- og brennisteinssambanda er þar í jarðlögum og metanuppstreymi úr botninum. Súrefnismagn við botninn er hins vegar víða frekar lágt. Margar tegundir botndýra, svo sem lindýr og burstaormar, nýta sér þetta kolefni sem orkulind og eru því alls óháðar næringu úr efri lögum sjávar, sem framleidd er af ljóstillífandi þörungum. Dýrin hafa sambýlisbakteríur í tálknum eða búk sem vinna kolefnissambönd við efnatillífun með hjálp brennisteinssambanda. Einnig lifa við þessar sérstöku aðstæður ýmis botndýr, sem sækja fæðu inn á þessi svæði. Þar á meðal er stærsta jafnfætla heimshafanna, sem verður allt að 40 cm löng. Í erindinu verður fjallað um rannsóknarleiðangur í Mexíkóflóa í mars síðastliðnum á rannsóknaskipinu Seward Johnson II. Lífríki á botni við svokallaðan Brine Pool, sem er á um 700 metra dýpi, var kannað með hjálp mannaðs kafbáts (Johnson Sea-Link I) og með gildrum. Sýndar verða ljósmyndir af ýmsum sérkennilegum dýrum sem fundust í leiðangrinum og einnig hluti myndbands, sem tekin var við köfun.

Fyrirlesturinn verður í stofu G-6, Grensásvegi 12, kl. 12:20 stundvíslega. Stúdentar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Upplýsingar veita Rannveig Thoroddsen (ranntho@hi.is) og Ólafur Patrick Ólafsson (patrick@hi.is)

15.04.2002

AÐALFUNDUR LÍFFRÆÐIFÉLAGS ÍSLANDS 2002. Aðalfundur Líffræðifélags Íslands 2002 verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl. Fundurinn verður að venju í stofu G-6 að Grensásvegi 12, en athygli félagsmanna er vakin á þeirri nýbreytni að í ár hefst fundurinn kl. 17:00.

Mæting á Aðalfund hefur verið með eindæmum léleg undanfarin ár og er það von stjórnar að þessi nýja tímasetning henti félagsmönnum e.t.v. betur en sú sígilda. Þeir, sem áhuga hafa á að mæta, ættu því auðveldlega að geta skotizt á Aðalfundinn á leið heim úr vinnu. Kveðið er á um dagskrá Aðalfundar í 5. grein laga félagsins og skal hún vera sem hér segir:

a. Skýrsla stjórnar.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Lagabreytingar.
d. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda.
e. Inntaka nýrra félaga.
f. Ákvörðun félagsgjalda.
g. Önnur mál.

 

Engar lagabreytingar liggja fyrir Aðalfundi að þessu sinni, en sérstök athygli félagsmanna er vakin á liðnum “önnur mál” að þessu sinni. Til stendur að ræða erindið “Hvert stefnir félagið?” Fyrirlestrar hafa verið meginuppistaðan í starfsemi félagsins frá upphafi, en undanfarin ár hefur framboð á fyrirlestrum um líffræðileg málefni stóraukizt. Samfara því hefur aðsókn að fyrirlestrum Líffræðifélagsins dregizt verulega saman og er því brýnt að félagið finni auk þess aðra farvegi fyrir starfsemi sína. Nokkrar hugmyndir hafa komið fram sem kynna á á Aðalfundinum og því eru félagsmenn sem áhuga hafa á framgangi félagsins (sem vonandi eru sem flestir) eindregið hvattir til að mæta og ræða þessi mál.

Tilkynningar ársins 2001

 

20.06.2001

Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og Líffræðistofnun Háskólans kynna sameiginlegan föstudagsfyrirlestur 22. júní 2001

Dr. Richard A. Pickering New Zealand Institute for Crop and Food Research Ltd. KORNKYNBÆTUR Á NÝJA SJÁLANDI

Dr. Richard Pickering er plöntuerfðafræðingur og einn helzti sérfræðingur heims á sviði byggkynbóta m.t.t. sjúkdómsþols (resistance breeding), og hefur þróað fjölmörg byggafbrigði til ræktunar. Í fyrirlestrinum verða kynntar þær aðferðir sem beitt er til að innleiða þol gegn sjúkdómum sem herja á bygg, einkum af völdum sveppa og veira. Aðferðirnar felast aðallega í grunnathugunum á erfðafræðilegu samspili plantna og sjúkdómsvalda, sem og á sjúkdómsferlum. Fluttir eru eiginleikar úr villtum byggtegundum (*Hordeum* spp.) yfir í ræktað bygg (*Hordeum vulgare*). Í fyrirlestrinum mun Dr. Pickering einnig ræða um stöðu byggræktunar á Nýja Sjálandi í dag, en þar er bygg ræktað bæði til ölgerðar og í dýrafóður.

Fyrirlesturinn verður að sjálfsögðu fluttur á ensku. Fyrirlesturinn verður haldinn á fundarsal RALA, Keldnaholti, kl. 10:00 stundvíslega.

05.06.2001

Tveir meistaraprófs fyrirlestrar verða haldnir kl.16:00 miðvikudaginn 6.júní. Annar er í líffræðiskor og hinn í læknadeild.

Læknagarði, 6.júní kl.16:00 : Helga Erlendsdóttir mun gangast undir meistarapróf við læknadeild Háskóla Íslands og halda fyrirlestur um verkefni sitt: ÁHRIF BETA-LAKTAMSÝKLALYFJA Á NOKKRAR HJÚPGERPIR PNEUMOKOKKA IN VITRO OG Í TILRAUNASÝKTUM MÚSUM

Umsjónakennari er Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Prófarar verða Magnús Jóhannsson, prófessor og Þórólfur Guðnason, læknir. Prófið verður í kennslustofu á 3. hæð í Læknagarði.

Grensásvegi 12, 6.júní kl.16:00 : Fyrirlestur til meistaraprófs við líffræðiskor: BREYTILEIKI Í ATFERLI ÍSLENSKRA HORNSÍLA OG HVERNIG HANN TENGIST MISMUNANDI BÚSVÆÐUM Í SJÓ OG VÖTNUM OG AFRÁNSHÆTTU

Lisa I. Doucette Lisa Doucette lauk B.Sc. gráðu í sjávarlíffræði frá háskólanum í Guelph, Ontario, Kanada árið 1996 og hóf framhaldsnám til M.Sc. gráðu við Háskóla Íslands haustið 1998. Rannsóknarverkefni Lisu byggði á rannsóknarsamvinnu Líffræðistofnunar Háskólans og fiskeldisdeildar Hólaskóla og fóru rannsóknirnar fram á Hólum. Rannsóknarverkefni Lisu fjallar um breytileika í atferli íslenzkra hornsíla og hvernig hann tengist mismunandi búsvæðum í sjó og vötnum og afránshættu. Einangrun Íslands og mikil virkni í landmótun tengd jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni hefur sett mark sitt á landnám og þróun lífvera á landinu frá ísaldarlokum. Vötn á eldvirka svæðinu, með aðliggjandi hraunum og ríkulegu innstreymi lindavatns, bjóða upp á afar fjölbreytileg búsvæði fyrir þær tegundir ferskvatnsfiska sem hér hafa numið land en þær eru einungis fimm og oft einungis ein eða tvær í sama vatninu. Hin fjölbreyttu búsvæði samfara tegundafæðinni eru talin skapa ákjósanleg skilyrði fyrir afbrigðamyndun meðal ferskvatnsfiska á Íslandi. Vegna tegundafæðarinnar er líklegt að hörð samkeppni milli einstaklinga innan stofna sömu tegundar hafi fremur einkennt atburðarrásina en samkeppni milli tegunda. Samkeppnin getur ýtt undir landnám nýrra búsvæða með tilheyrandi breytingum á atferli. Rannsóknir Lisu byggðust á þeirri tilgátu að breytileiki í atferli geti verið lykill að afbrigðamyndun og myndun nýrra tegunda. Rannsóknirnar, sem byggðust á tilraunum í búrum, beindust að sjö hópum íslenzkra hornsíla af mismunandi búsvæðum, bæði í sjó og fersku vatni. Í ljós kom verulegur breytileiki í fæðuöflunar- tækni, hópsækni og viðbrögðum gegn ránfiskum. Í Þingvallavatni reyndist vera mjög greinilegur munur á atferli tveggja hornsílaafbrigða. Annað þeirra lifir í tjarnarnála- breiðum á 7-20 m dýpi víða um vatnið, en hitt innan um hraungrýti á lindasvæði, innst í Vatnsvík, en verulegur munur er á ýmsum útlitseinkennum þeirra. Lisa leiðir líkur að því að myndun hornsílaafbrigðanna í Þingvallavatni tengist afráns- hættu af völdum sílableikju og urriða. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess, að líkt og gerzt hefur með bleikjuna, séu íslenzk hornsíli víða að mynda afbrigði sem eru aðlöguð mismunandi vistum og fái þessi aðlögunarferli að þróast áfram muni það að líkindum leiða til myndunar nýrra hornsílategunda á Íslandi.

Leiðbeinendur Lisu meðan á verkefninu stóð voru Dr. Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla, og Dr. Sigurður S. Snorrason, dósent við líffræðiskor. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

23.04.2001

Síðasti fyrirlestur Líffræðifélagsins á þessu starfsári verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl. Þá mun Dr. Guðmundur Eggertsson, prófessor í erfðafræði við líffræðiskor raunvísindadeildar H.Í, flytja fyrirlestur sem hann nefnir: HUGMYNDIR UM UPPRUNA LÍFS

Rannsóknir á lífverum jarðar benda eindregið til þess að þær séu allar af einni rót. Mjög breitt bil er á milli lifandi frumu og lífvana efnis og útilokað að núverandi lífsskipulag sé það upprunalega. Þótt margt hafi verið hugsað og ritað um uppruna lífs,ekki síst á allra síðustu árum,virðist enn langt frá því að menn hafi komist að niðurstöðu. Margar tilgátur hafa verið kynntar en allar eru þær umdeildar. Eitt af því sem margir vísindamenn eru þó sammála um er að kjarnsýran RNA hafi snemma í þróunarsögu lífsins verið erfðaefni lífvera og hafi að líkindum einnig verið notuð sem hvati efnahvarfa. Bæði DNA og arfbundin prótín hafi komið seinna til sögunnar. Rök með og á móti tilgátunni um “RNA-líf” verða rakin í fyrirlestrinum en einnig verður sagt frá helstu hugmyndum um allra fyrstu skref lífsins á jörðinni þar sem kjarnsýrur komu ef til vill ekki við sögu.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

02.04.2001

Dagskrá fyrir ráðstefnu um innfluttar tegundir (á pdf formi).

14.03.2001

Ráðstefna 7.apríl Líffræðifélag Íslands áformar ráðstefnu um innfluttar tegundir og áhrif þeirra á lífríki, í Norræna húsinu 7. apríl n.k.

Verið er að ganga frá dagskrá en sérfræðingar munu fjalla um efnið frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Auk almennra yfirlitserinda verða sértækari erindi um plöntur, villt dýr og húsdýr. Komið verður inn á efni sem nokkuð hafa verið í umræðunni síðustu mánuði, þ.á.m. innflutning fósturvísa og laxa. Nánari upplýsingar verða sendar á póstlistann innan tíðar.

10.01.2001

Föstudagsfyrirlestur 12.janúar Dr. Snæbjörn Pálsson, Íslenskri erfðagreiningu: ATHUGANIR Á ÞRÓUNARFRÆÐILEGUM ÁHRIFUM SKAÐLEGRA STÖKKBREYTINGA OG ERFÐABREYTILEIKA VATNAFLÓARINNAR DAPHNIA PULEX

Greint verður frá doktorsverkefni sem unnið var við náttúruverndar- og erfðafræðideild Uppsalaháskóla. Hermilíkön eru notuð til að meta áhrif skaðlegra stökkbreytinga á breytileika erfðaefnis innan sama litnings, einkum í litlum stofnum og hvernig slík áhrif eru háð endurröðunartíðni og æxlunarmynstri. Breytileiki í endurteknum DNAröðum (mikrosatellitum) og lífssöguþáttum Daphnia pulex eru einnig athugaðir.

Fyrirlesturinn er haldinn í stofu G-6, Grensásvegi 12. kl. 12.20 stundvíslega. Stúdentar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Tilkynningar ársins 2000

 
13.12.2000

Doktorsvörn í Læknadeild laugardaginn 16.desember.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá læknadeild Háskóla Íslands:

Laugardaginn 16. desember 2000 fer fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Steinunn Thorlacius, ver doktorsritgerð sína “The Involvement of BRCA2 in Breast Cancer in Iceland”, sem læknadeild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Andmælendur af hálfu læknadeildar verða prófessor Mary-Claire King frá University of Washington í Bandaríkjunum og Jón Jóhannes Jónsson, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Forseti læknadeildar, Reynir Tómas Geirsson prófessor, stjórnar athöfninni.

Doktorsvörnin fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 14:00. Öllum er heimill aðgangur.

14.11.2000

Haustfagnaður 18.nóvember !!! Staðsetning: Líklega Fóstbræðraheimilið (ekki áður auglýst staðsetning skv. fréttabréfi)

02.11.2000

Föstudagsfyrirlestur 3.nóv, st. G-6 Grensásvegi 12, kl. 12.20

Dr. Agnar Helgason,Íslenskri erfðagreiningu UPPRUNI ÍSLENDINGA

Næsti fyrirlestur Líffræðifélagsins verður miðvikudaginn 8. nóvember, kl.20.00 í Lögbergi : Þar mun Dr. Árni Einarsson, Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn (http://www.hi.is//HI/Stofn/Myvatn/), flytja erindi em hann nefnir GRÓÐUR Í MÝVATNI

Mývatn er víðfrægt fyrir hið mikla og fjölbreytta lífríki. Vatnagróðurinn gegnir þar miklu hlutverki. Meginþorri hans er á vatnsbotninum, enda nær dagsbirta nokkuð greiðlega þangað niður vegna þess hve grunnt vatnið er. Svifþörungar eru þó einnig mikilvægir. Kísilþörungagróður er óvenju mikill og einkennist af tegundum af ættkvíslinni *Fragilaria*. Þótt þessar tegundir liggi venjulega á botninum berast þörungarnir auðveldlega upp í vatnsbolinn í hvassviðri. Sumir botnlægir kísilþörungar geta bundið nitur með aðstoð baktería. Bláþörungar (blábakteríur, Cyanobacteria) eru þó afkastamestir við niturbindingu, bæði sviflæg *Anabaena* og botnlægar tegundir af *Nostoc*. Lítið er um að bakkar Mývatns séu sefgrónir, en þeim mun meira sef er í votlendissvæðunum allt í kring. Skammt undan bökkum Mývatns er þó mikill gróður. Niðri á 1 m dýpi á hörðum botni í Mývatni er mikið af grænþörungnum *Tetraspora*, og talsvert ber á *Cladophora glomerata*. Gróðursamfélög harða botnsins í Mývatni hafa annars lítt verið rannsökuð. Nýlega kom í ljós að þar vex talsvert af *Cladophora aegagropila*, kúluskít. Er hann áfastur líkt og mosi á steinum. Meginhluti Mývatns er þakinn botnleðju. Gróðurfar á leðjubotninum tengist vatnsrennsli, þannig að lónasóley er mest á köldu lindasvæðunum, mara- og nykrutegundir einkum þar sem volga lindavatnsins gætir, en kúluskítur vex einkum þar sem uppsprettuvatn af ólíkum uppruna hefur náð að blandast saman. Vatnsdýpi ræður einnig nokkru um útbreiðslu gróðursins. Eitt það allra sérkennilegast við gróðurinn í Mývatni eru hinar stóru kúlur sem kúluskíturinn nær að mynda. Þessar kúlur þekja allstóra flekki á botninum og liggja sums staðar í 2-3 lögum. Enn er ekki vitað hvernig þær ná að myndast, en þetta vaxtarform er sárasjaldgæft í heiminum og byggist greinilega á afar óvenjulegum lífsskilyrðum. Vatnagróðurinn kemur víða við sögu í vistkerfinu. Smásæju þörungarnir eru étnir af mýlirfum og ýmsum öðrum dýrum í hópi hryggleysingja, ýmist ferskir, eða eftir að þörungarnir hafa dáið og byrjað að rotna. Stærri gróður, einkum kúluskítur og þráðnykra, er étinn af öndum og álftum. Stórvaxni gróðurinn er einnig talinn hafa áhrif á næringarefnabúskap vatnsins. Ýmsar breytingar hafa orðið á vatnagróðri í Mývatni í tímans rás. Skammtímabreytingar hafa verið raktar með aðstoð loftmynda, en langtímabreytingar má lesa úr borkjörnum úr setlögum vatnsins.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 20:00.

26.10.2000

Föstudagsfyrirlestur 27.október, st. G-6 Grensásvegi 12, kl. 12.20

Dr. Björn Lárus Örvar, Rannsóknastofnun landbúnaðarins : KULDAGEN OG FYRSTU VIÐBRÖGÐ PLANTNA VIÐ KULDA

Kuldahersla í plöntum tengist m.a tjáningu á sérstökum kuldagenum. Mörg þeirra, eins og t.d. cas30 í alfalfa geyma upplýsingar um svokölluð dehýdrín en það er flokkur próteina er talin eru m.a. vinna gegn áhrifum ofþornunar á frumuna, en frostálagi fylgir hætta á ofþornun. Fyrstu niðurstöður benda til þess að yfirtjáning á cas30 í vorskriðnablómi (*Arabidopsis thaliana*) auki bæði vöxt og seinki öldrun. Tjáning kuldagena og árangur kuldaherslu er háður tímabundnu flæði kalsíums inní umfrymið en ekki er vitað hvað stjórnar flæðinu. Með tilraunum á frumuræktum var sýnt fram á að kalsíumflæði og tjáning á cas30, ásamt árangri kuldaherslunnar sjálfrar er m.a. háð hörðnun (rigidification) frumuhimnunnar er á sér stað við lækkandi hitastig. Notkun sérstakra efna er hafa áhrif á skipulag aktínþráða í frumunni sýndi fram á að kalsíumflæði, tjáning cas30 og kuldaherslan er háð endurskipulagningu á aktín-frumugrindinni, en talið er að hún tengist beint eða óbeint frumuhimnunni. Frekari tilraunir sýndu að hörðnun frumuhimnunnar er undanfari endurskipulagningar á aktín-frumugrindinni við kuldaherslu. Niðurstöður benda því til þess að endurskipulagning á aktín-frumugrindinni er nauðsynlegur hlekkur á milli hörðnunar á frumuhimnunni við kulda og kalsíumflæðis, sem síðan leiðir til tjáningar á kuldagenum og kuldaherslu.

17.10.2000

Meistaraprófsfyrirlestur í umhverfisfræðum Fimmtudaginn 19. október nk. heldur HEIÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfisfræði. Verkefnið heitir: GRUNNVATNSRENNSLI AUSTAN MÝVATNS

Umhverfisstofnun og líffræðiskor raunvísindadeildar boða til fyrirlestursins, en Heiðrún er fyrsti nemandinn til að útskrifast frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í umhverfisfræðum. Umhverfisstofnun H.Í. er umsjónaraðili með meistaranáminu, en Heiðrún er nemandi í raunvísindadeild og vann lokaverkefnið innan líffræðiskorar.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6 að Grensásvegi 12 kl. 16:00.

Ágrip: Viðfangsefni lokaverkefnisins var að finna út hvert afrennsli fyrirhugaðrar jarðvarmavirkjunar í Bjarnaflagi rennur og hve langan tíma það er að berast út í Mývatn. Vitneskja um grunnvatnsstreymi frá Bjarnaflagi er lykilatriði við að fylgjast með og meta áhrif afrennslis frá fyrirhugaðri 40 MWe jarðvarmavirkjun í Bjarnaflagi. Misvísandi niðurstöður hafa fengist í rannsóknum á grunnvatnsrennsli frá Bjarnaflagi sem geta leitt til mismunandi túlkana á áhrifum afrennslisins á vistfræði Mýatns. Töluvert af málmum koma úr gufu jarðvarmavirkjana og falla út í affallsvatn á yfirborði. Þaðan á affallsvatnið greiða leið í grunnvatnskerfið austan Mývatns. Vegna lítils halla á grunnvatnsborði á svæðinu austan Mývatns má reikna með að grunnvatn sé lengi að fara frá förgunarstað í Bjarnaflagi til Mývatns. Útreikningar benda til að grunnvatnið geti verið allt að einu ári að berast í lindir við sunnanverðan Ytri-Flóa. Grunnvatnsstraumar fylgja í grófum dráttum hraunlögum þeim sem eru við austanvert Mývatn. Straumar grunnvatns sunnanfrá koma í veg fyrir að afrennsli norðanfrá og sunnanfrá mætast við Hverfjall og berast þaðan vestur til Ytri-Flóa. Í fyrirlestrinum skýrir Heiðrún frá þeirri grunnvatnsrannsókn sem hún framkvæmdi sl. sumar, ber saman við aðrar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á svæðinu og ræðir hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum.

16.10.2000

Skógræktarfélag Íslands vill verka athygli félagsmanna á eftirfarandi erindi: OPINN FRÆÐSLUFUNDUR SKÓGRÆKTARFÉLAGANNA – SKÓGRÆKT OG VINDUR

Þriðjudaginn, 17. okóber kl. 20.30, halda skógræktarfélögin á höfuðborgarsvæðinu opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar. Þessi fræðslufundur er hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Aðalerindi kvöldsins flytur Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Fjallar erindið um samspil vinds og skógræktar, einkum myndun skjóls fyrir vindi og kallast það “Vindur og viðnám af trjám”. Eitt aðalmarkmið skóg- og trjáræktar á Íslandi er að skapa skjól fyrir veðri og vindum. Þá mun Haraldur einnig ræða almennt um áhrif gróðurs á veðurfar. Einnig verður gerð grein fyrir eðli og einkennum staðbundinna vindstrengja. Fjallar Haraldur um það, hvernig aukið viðnám við yfirborð jarðar með trjágróðri vinnur betur á slíkum strengjum en ef um jafnan vind yfir sléttlendi væri að ræða. Allir áhugamenn um skóg- og trjárækt eru hvattir til að mæta og fræðast um þetta áhugaverða efni. Áður en Haraldur flytur erindi sitt, mun Hjörleifur Valsson fiðluleikari leika nokkur lög.

Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir og verður boðið upp á kaffi.

04.10.2000

Fyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarð Jack Ives, prófessor emeritus í landfræði við University of Californa at Davis heldur fyrirlestur á vegum jarð- og landfræðiskorar og Félags landfræðinga. Fyrirlesturinn nefnist SKAFTAFELL AND VATNAJÖKULL A “WILDERNESS” EXPERIENCE OVER HALF A CENTURY (1952-2000)

Jack Ives hefur undanfarin 25 ár unnið við háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNESCO og IUCN að rannsóknum á fjalllendi víða um heim. Hann hefur um áratuga skeið stundað rannsóknir hér á landi og þá fyrst og fremst í Skaftafelli. Í fyrirlestri sínum mum Jack Ives ræða hugmyndina um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og rannsóknir sínar hér á landi.

Fyrirlesturinn verður föstudaginn 6. október í stofu 101 Odda og hefst hann kl. 17:00

02.10.2000

Meistaraprófsfyrirlestur Líffræðiskor Háskóla Íslands kynnir MS-fyrirlestur. Þann 6. október mun Þórður Óskarsson flytja fyrirlestur um verkefni til meistaraprófs. HLUTVERK LTR Í FRAMSÆKNI MÆÐI-VISNUVEIRU

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6 að Grensásvegi 12, kl. 12:20 Öllum er heimill aðgangur.

30.09.2000

Fyrsti fyrirlestur vetrarins verður haldinn í miðvikudaginn 4. október, í stofu 101 í Lögbergi og hefst hann kl. 20:00. Þá mun Agnar Helgason flytja erindi sem hann nefnir: NÝJAR NIÐURSTÖÐUR UM UPPRUNA ÍSLENDINGA

Fyrri erfðarannsóknir á uppruna Íslendinga sem byggst hafa á blóðflokkum og öðrum ensímum blóðvökvans hafa gefið mjög breytilegar niðurstöður þar sem framlag norræns fólks í landnámshópnum hefur verið áætlað á bilinu 2%-86%. Þetta erindi verður þríþætt. Í fyrsta lagi kynni ég niðurstöður úr rannsóknum mínum á gömlu blóðflokkagögnunum, þar sem ég geri tilraun til að skýra út hvers vegna blóðflokkarannsóknirnar hafa gefið svo misvísandi niðurstöður. Í öðru lagi verða kynntar niðurstöður um uppruna íslenskra landnámskvenna úr nýlegri rannsókn þar sem notast er við DNA-raðir kontról svæðisins úr erfðaefni hvatbera (mtDNA). Samanburður íslenskra hvatberaarfgerða við þær sem finnast á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum bendir til þess að meirihluti landnámskvenna hafi rakið kvenleggi sína til Bretlandseyja. Í þriðja lagi kynni ég glænýjar niðurstöður um uppruna landnámsmanna, þar sem notast er við Y litninga haplótýpur sem myndaðar eru úr 8 míkrósatellítum og 7 diallelic erfðamörkum. Samanburður á íslenskum Y litningaarfgerðum við þær sem finnast á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum bendir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landnámsmanna hafi rakið karlleggi sína til Norðurlanda.

Bent er á tvær greinar úr American Journal of Human Genetics fyrir þá sem vilja ítarlegri upplýsingar. Helgason, A. et al. (2000). mtDNA and the origin of the Icelanders: Deciphering signals of recent population history.” American Journal of Human Genetics 66: 999-1016. Helgason, A. et al. (2000). Estimating Scandinavian and Gaelic Ancestry in the Male Settlers of Iceland. American Journal of Human Genetics 67: 697-717.

Meistaraprófsfyrirlestur

Líffræðiskor Háskóla Íslands kynnir MS-fyrirlestur. Þann 4. október mun Amid Derayat flytja fyrirlestur um verkefni til meistaraprófs. ÞRÓUN ENDURNÝTINGARKERFIS FYRIR ELDI Á BARRA (*DICENTRARCHUS LABRAX*)

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6 að Grensásvegi 12, kl. 13:15 og verður haldinn á ensku. Öllum er heimill aðgangur.

29 .09.2000

Meistaraprófsfyrirlestrar Föstudagur 29. september Stofa G-6, Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12. kl. 13:15 Anna Guðný Hermannsdóttir HITAÞOLINN AMYLASI ÚR FORNBAKTERÍUNNI THERMOCOCCUS STETTERI

Föstudagur 29. september Kennslustofa á 3. hæð í Læknagarði kl. 13:30 Berglind Rán Ólafsdóttir GENETICS OF NARCOLEPSY. THE ROLE OF THE HYPOCRETIN SYSTEM IN SLEEP DISORDERS

Föstudagur 29. september Stofa G-6, Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12. kl. 16:15 Katrín Guðmundsdóttir ERFÐABREYTILEIKI SEM ÁHÆTTUÞÁTTUR FYRIR BRJÓSTAKRABBAMEIN LEIT AÐ BREYTINGUM Í EFTIRLITSGENUM MÍTÓSU Í BRJÓSTAKRABBAMEINSÆXLUM.

27.09.2000

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar fara nú að hefjast á ný. FÖSTUDAGSFYRIRLESTUR Á FIMMTUDEGI

Fimmtudaginn 28. september mun Dr. Ashley Sparrow við Plöntu- og örveruvísindadeild, Háskólans í Canterbury á Nýja Sjálandi halda fyrirlestur á Líffræðistofnun Háskólans í stofu G-6 að Grensásvegi 12, kl. 12:20. Allir velkomnir. Fyrirlesturinn, er um tímaskala í vistfræði og ber titilinn: ECOLOGICAL RELATIVITY: AN APPROACH TO TEMPORAL SCALING IN ECOLOGY Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Many concepts in ecological theory and practice are underpinned by assumptions about the nature of time. For example, the rate of any process is scaled by units of time. For convenience, these units are those perceived or created by humans, and measured with human-made clocks. However this act of convenience seems to result in the rates of ecological processes being organism- or ecosystem-specific. This seminar explores the possibility of assessing time from the perspective of any organism (not just humans) or any ecosystem. Concepts from thermodynamics and relativity in physics are examined for their potential to account for time in living systems, and even for their ability to account for the link which has been observed between scaling of time and space by organisms.

Nánari upplýsingar veita Rannveig Thoroddsen (ranntho@hi.is) og Jóhanna Arnórsdóttir (johaa@hi.is)

07.09.2000

Athygli félaga er vakin á eftirfarandi fyrirlestri Fyrirlestur í boði Líftæknistofu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Iðntæknistofnunar. Professor Ingo Potrykus frá Swiss Federal Institute of Technology mun halda fyrirlestur í Sal A, 2. hæð á Hótel Sögu, föstudaginn 8. september kl. 15.30 Fyrirlestur Prof. Potrykus ber heitið “Golden Rice; Gene Technology for the Poor in Developing Countries” eða “Gullnu grjónin; erfðatækni í þágu fátækra í þróunarlöndunum”

Hrísgrjón eru megin uppistaða fæðu í mörgum þróunarlandanna en eru heldur næringarsnauð. Hrísgrjónaplönturnar framleiða sjálfar betakarótín sem er forveri A vitamíns í grænum hlutum plöntunnar, en ekki í sjálfum grjónunum. Vítamín A skortur er alvarlegt vandamál í þróunarlöndunum, þar sem yfir 100 milljón börn þjást af vítamín A skorti, en skortur á því minnkar mótstöðuafl gegn sýkingum og er meginorsök blindu barna í þróunarlöndunum. Í löndum Suð-Austur Asíu þjást 70 % barna undir 5 ára aldri af Vítamín A skorti sem leiðir með óbeinum hætti til dauða 2 milljóna barna árlega. Prófessor Ingo Potrykus og samstarfsmönnum hans við Swiss Federal Institute of Technology tókst með rannsóknum sínum og beitingu erfðatækni að auka verulega næringarinnihald hrísgrjóna með því að stýra betakarótín framleiðslu inn í sjálf grjónin. Þar með fékkst nægileg uppsöfnun betakarótíns – sem líkaminn breytir í A vitamín – til að mæta fullri dagsþörf A vítamíns í einum málsverði. Nýju heilnæmari hrísgrjónin eru kölluð eru Gullnu grjónin (Golden rice) sökum þess gullna blæs sem betakarótínið ljær þeim. Niðurstöður rannsókna Prófessor Potrykusar og samstarfsmanna hans voru birtar í tímaritinu Science í janúar á þessu ári og hafa vakið mikla athygli um allan heim innan líftækni, matvælafræði og þróunarhjálpar. Þær eru allt í senn, ein heitasta frétt innan líftækninnar, tæknilegt afrek þar sem hollusta grunnfæðis fátækra víða um heim er stórbætt og eins konar prófsteinn á aðgengi þróunarlanda að afurðum þessarrar tækni. Ekki síst eru þær mikilvægt innlegg í alla umræðu um erfðabætt matvæli. Fyrirlesturinn er hvalreki fyrir alla áhugamenn um líftækni, matvæli og mannúðarmál.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku, og eru allir velkomnir!

Frekari upplýsingar: * Ye ofl. Science, Vol 287, 14. janúar 2000, 303-305; og umfjöllun bls. 241 í sama blaði. * Einar Mäntylä, “Fæðubót með líftækni” grein í Morgunblaðinu 2. febrúar 2000.

30.05.2000

Ágætu Líffræðifélagar Næsta hrina magistersfyrirlestra við líffræðiskor fer að hefjast og er áætlunin eftirfarandi:

MÁNUDAGINN 5. JÚNÍ kl.16:15 mun Elena Guijarro Garcia flytja MS fyrirlestur sinn “Abundance and Distribution of Juvenile Bivalves in Adalvik and Sletta, Northwest Iceland, and Settlement of Bivalve Spat in Eyjafjordur, North Iceland” (Magn og útbreiðsla ungra samloka í Aðalvík og við Sléttu á Vestfjörðum og lirfusöfnun í Eyjafirði) á Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12, í stofu G-6.

ÞRIÐJUDAGINN 6. JÚNI kl.16:00 mun Agnes Eydal flytja MS fyrirlestur sinn “Áhrif næringarefna á framvindu svifþörunga og fjölda í Hvalfirði” á Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12, í stofu G-6. MIÐVIKUDAGINN 7. JÚNÍ kl.12:30 mun Tómas Grétar Gunnarsson flytja MS fyrirlestur sinn “Stofnvistfræði spóa á Suðurlandi” á Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12, í stofu G-6.

MIÐVIKUDAGINN 7. JÚNÍ kl.16.15 mun Sigríður Klara Böðvarsdóttir flytja MS fyrirlestur sinn “Aðgreining erfðamengja melgresis og skyldra tegunda” á Líffræðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12, í stofu G-6.

Kveðja f.h. stjórnar Ólafur Patrick Ólafsson ritstjóri fréttabréfs

Ágætu félagar

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 19. apríl í stofu G-6 að Grensásvegi 12, og hefst hann kl. 20:00. Kveðið er á um aðalfund í 5. grein laga félagsins sem er svohljóðandi: “Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir apríl lok ár hvert og skal boðaður skriflega með tveggja vikna fyrirvara.

Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

a. Skýrsla stjórnar.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Lagabreytingar.
d. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
e. Inntaka nýrra félaga.
f. Ákvörðun félagsgjalda.
g. Önnur mál.

Lögum félagsins má einungis breyta á aðalfundi og þarf til þess einfaldan meirihluta fundarmanna. Tillögur til lagabreytinga skulu fylgja fundarboði.” Stjórn félagsins hvetur félaga eindregið til að mæta á aðalfundinn, enda eru þar teknar ákvarðanir sem varða alla félaga. Mæting á aðalfund í fyrra var með betra móti miðað við undanfarin ár, en þá mættu alls 11 manns. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Kveðja Ólafur Patrick ritstjóri fréttabréfs

27.mars 2000

Borist hefur erindi frá Þorsteini Þorsteinssyni jöklafræðingi:

Ágætu líffræðingar.

Ég undirritaður hef að undanförnu tilkynnt hérlendum vísindamönnum áformvarðandi ráðstefnuna: SECOND INTERNATIONAL CONFERENCE ON MARS POLAR SCIENCE AND EXPLORATION sem haldin verður í Reykjavík 21.-25. ágúst 2000, að öllum líkindum í Háskólabíói.

Gengið hefur verið frá frumgerð dagskrár og verða aðalatriðin þessi:

21.8. Nýjustu niðurstöður frá Mars Global Surveyor, sem verið hefur á brautum Mars sl. 2-3 ár. Einnig verður fjallað um Mars Polar Lander óhappið ídesember sl. og gerð grein fyrir næstu Marsförum NASA og e.t.v. ESA.

22.8. Jarðfræði og jarðeðlisfræði heimskautasvæðanna á Mars, jöklarnir,setlögin undir þeim og ís í jarðvegi. Sérstök seta verður um það sem kallaðhefur verið “Icelandic Analogs” og á henni munu þeir Sveinn Jakobsson,Magnús Tumi Guðmundsson, Helgi Björnsson og Haukur Tómasson flytjayfirlitserindi.

23.8. Skoðunarferð um Þingvelli, norður fyrir Skjaldbreið, framhjáHlöðufelli, niður hjá Gullfossi og Geysi.

24.8. Lofthjúpur Mars og veðurfar á heimskautasvæðunum. Umfjöllun varðandimöguleika á að frumstæðar lífverur geti þrifist á Mars, t.d. í stöðuvötnumundir heimskautajöklunum eða jarðhitastöðum undir yfirborði.

25.8. Framtíðaráætlanir varðandi könnun Mars, þróun lendingarfara ogtækjabúnaðar. Vel má vera að niðurröðun og áherslur breytist eftir að ágrip hafa veriðsend inn. Íslensku fyrirlesararnir munu fjalla um fyrirbæri hérlendis, sem hliðstæðvirðast (fornum) fyrirbærum/atburðum á Mars (gos undir jöklum, stapa,jökulhlaup, ummerki hamfaraflóða).

Gert er ráð fyrir tveimur Veggspjaldafundum (Poster Sessions), að kvöldi 21.8. og 22.8. og má gera ráð fyrir að margt áhugavert verði þar tilumfjöllunar, því ljóst er að einungis minni hluti þátttakenda mun verða íhópi fyrirlesara. Þetta gæti verið gott tækifæri til að kynna hérlendarrannsóknir og niðurstöður, sem menn teldu eiga erindi við Marsfræðingana; ásviði jarðvísinda – t.d. varðandi eldfjöll og jökla; á sviði líffræði -einkum varðandi “life in extreme environments”, eða á sviði annarrafræðigreina.

Um 200 manns í 20 löndum hafa tilkynnt áhuga á ráðstefnunni, en bjartsýnivirðist að búast við fleiri en 100 þátttakendum erlendis frá. Stefnt er að því að hérlendir vísindamenn, sem aðeins hefðu áhuga á hlutaefnisatriða, geti greitt þátttökugjald fyrir einstaka daga ráðstefnunnar (um 6 000 kr. fyrir daginn). Þeir, sem verða a.m.k. 3 daga, greiði þó fulltgjald ( um kr. 22 000).

Þátttaka er að sjálfsögðu möguleg, þótt menn sendiekki inn ágrip. Ítarlegar upplýsingar eru á vefsíðu ráðstefnunnar: www.lpi.usra.edu/meetings/polar2000. Þar má einnig finna upplýsingar um frágang ágripa, sem eiga að vera að hámarki 2 síður. Á vegum Lunar and Planetary Institute í Houston verður Sérhefti með ágripunum gefið út og því síðan dreift til þátttakenda. Einnig er gert ráð fyrir að ágripin verði aðgengileg á Netinu. Á heimasíðunni má einnig finna á PDF-formi ítarlega yfirlitsgrein: “The State and Future of Mars Polar Science and Exploration”, sem er í þannveginn að birtast í tímaritinu Icarus. Lokafrestur til að senda ágrip á Netinu: Mánudagur 3. apríl kl. 17 aðTexas-tíma (CDT), þ.e. síðla kvölds hér. Best væri að ganga frá þessu fyrir þann tíma, því búast má við að margir verði á síðustu stundu og því örtröð á línunni.

Bestu kveðjur, Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur (ththor@raunvis.hi.is)