Aðalfundur föstudag 2. desember í Öskju

Aðalfundur Líffræðifélagsins verður haldinn föstudaginn 2. desember 2016, kl 17:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Auglýst er eftir áhugasömu fólki til að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Seta í stjórn félagsins er alls ekki íþyngjandi og er afar gefandi að fá að taka þátt í að byggja upp starfið og gera félagið meira sýnilegt. Eitt helsta hlutverk Líffræðifélagsins á síðustu árum hefur verið að skipuleggja haustráðstefnu félagsins sem er haldin annað hvert ár.

Að fundi loknum verður boðið upp á snakk og nokkrar tegundir af gómsætum jólabjór.

Við vonumst eftir að sjá sem flesta!