Fyrirlestrar um fornDNA rannsóknir og skipskuml frá víkingaöld
6. október kl. 12.05 í Hátíðarsal Háskóla Íslands
Tveir spennandi fyrirlestrar Ancient DNA in the Big Data era: from molecules to genomes and ecosystems og Viking Age ship graves and royal origin myths
kl. 12.05-13.00 í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. október.
Fyrirlestrarnir verða á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Fyrirlestrarnir eru hluti af samnorrænni vinnustofu „DAVA – Domestic Animals in the Viking Age. Migration, trade, environmental adaptation and the potential of multidisciplinary studies“ sem fram fer í Landbúnaðarháskóla Íslands og styrkt af NOS-HS (Nordisk samarbeidsnemnd for humanistisk og samfunnsvitenskapelig forskning).
Fyrri fyrirlesarinn er prófessor Ludovic Orlando, Centre for GeoGenetics, Natural History Museum of Denmark, Háskólanum í Kaupmannahöfn og heitir fyrirlestur hans Ancient DNA in the Big Data era: from molecules to genomes and ecosystems.
Dr. Ludovic Orlando er einn fremsti vísindamaður heims á sviði fornDNA greininga og hefur meðal annars komið að greiningu á 700.000 ára gömlu beini úr forfeðrum hestsins og leiddi teymið sem greindi erfðamengi allra núlifandi dýra af hestaætt.
Seinni fyrirlesarinn er Jan Bill prófessor í víkingaaldarfornleifafræði og forstöðumaður Víkingaskipssafnsins í Museum of Cultural History í Osló. Fyrirlestur hans ber heitið Viking Age ship graves and royal origin myths. Jan Bill stýrir nú stóru verkefni þar sem skipskumlið frá Gaukstað, sem fannst árið 1880, er rannsakað að nýju þar með talið skipið, manna- og dýrabein og gripir með öllum nýjustu aðferðum og niðurstöðum miðlað með útgáfu bókar, greina og nýrrar sýningar.