Jane Goodall á Íslandi 15. júní

 

Jane Goodall er einnig friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og heldur fyrirlestra um allan heim þar sem hún leggur höfuðáherslu á umhverfisvernd. Hún er stofnandi Roots & Shoots hreyfingarinnar sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 100 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við verndun jarðarinnar.

Dr. Goodall mun dvelja hér á landi frá 12.-16. júní 2016. Hún heldur meðal annars opinn fyrirlestur fyrir almenning, sem verður í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní (kl. 17:00, mætið tímanlega). ásamt því að hitta börn og ungt fólk. Frú Vigdís Finnbogadóttir flytur opnunarávarp við upphaf fundarins í Háskólabíói.

Að heimsókn dr. Jane Goodall standa háskólastofnanir og samtök á sviði umhverfisfræða og dýraverndar. Þau eru Alþjóðamálastofnun, Líffræðistofa, Stofnun Sæmundar fróða og umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Landvernd og Líffræðifélag Íslands.

Nánari upplýsingar

Jane Goodall á Íslandi, https://www.facebook.com/JGIceland/

Stofnun Jane Goodall, http://www.janegoodall.org/
Roots & Shoots, https://www.rootsandshoots.org/
Um Jane Goodall á Vísindavefnum, http://www.visindavefur.is/svar.php?id=58124

Mynd af simpönsum er af vefnum Wikimedia commons

https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Gombe_Stream_NP_Mutter_und_Kind.jpg