Fréttabréf líffræðifélagsins.
Starf félagsins hefur verið með rólegra móti þetta árið. Félagið tekur þátt í skipulagningu heimsóknar Jane Goodall, sem mun heimsækja landið 13-15. júní n.k. Nánari upplýsingar berast síðar.
Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður í aprílbyrjun, dagsetning ekki enn ákveðin en hugmyndin er að hafa fræðslufund og einhverjar hressingar. Undirritaður mun ganga úr stjórn en unga fólkið mun starfa áfram. Hér með leitum við eftir framboðum eða tilnefningum. Þau sjónarmið komu fram að e.t.v. mætti fá einhvern eldri inn í stjórn, til að halda breidd.
Við viljum líka vekja athygli fólks á því að á næstu vikum munu þrír doktorsnemar í líffræði við HÍ verja ritgerðir sínar. Við bendum einnig á erindi eins andmælendanna, Abzhanov sem hefur rannsakað þróun þroskunarkerfa, m.a. finka Darwins á Galapagos. Dagskrá erinda fylgir hér að neðan.
25. febrúar
Doktorsvörn Ehsan Pashay Ahi fimmtudaginn (14:30 í Hátíðarsal aðalbyggingar).
26. febrúar
Erlendi andmælandi hans Arkhat Abzhanov, við Imperial College London mun halda erindi daginn eftir (kl 12:30 í Öskju).
Erindið hans nefnist. Evolution of the Animal Face: from Principles to Mechanisms
7. mars
Doktorsvörn Margrétar Auðar Sigurbjörnsdóttur (kl 14:00 í Hátíðarsal aðalbyggingar)
The lichen-associated microbiome: taxonomy and functional roles of lichen-associated bacteria.