Öndunarfæri landsins og endurheimt votlendis

Hlynur Óskarsson, vistfræðingur, ræddi endurheimt votlendis á Morgunvaktinni á Rás 1 fyrsta desember 2015.

Mýrarnar eru öndunarfæri landsins | RÚV

Einnig var talað við Sigurkarl Stefánsson um endurheimt á votlendi á Snæfellsnesi.

Fljótvirk og áhrifarík aðferð

Af vef RÚV

Endurheimt votlendis er fljótvirk og áhrifarík aðferð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eins og koltvísýrings og hláturgass og endurheimta um leið vistkerfi sem búið var að glata. Losun frá framræstu landi er um það bil þreföld á við alla aðra losun frá Íslandi. Sigurkarl Stefánsson líffræðingur og kennari gjörbylti á nokkrum árum landi á jörð í eigu fjölskyldu sinnar.

Um 6 kílómetra langur skurðir höfðu verið grafnir á jörðinni fyrir nokkrum áratugum, en ekkert aðhafst í framhaldinu. Landið var hvorki notað til beitar né túnræktar.  Afleiðingin varð ofþurkun landsins sem varð með tímanum nær gróðursnautt. Grunnvatnsstaðan lækkaði að miklum mun. Sigurkarl og fjölskylda hans ákváðu að grípa til sinna ráða, fylltu skurði eða stífluðu þá svo að vatn rann ekki gegnum þá. Á örfáum árum hefur landið gjörbreyst,  það er vatnsósa og hafa jafnvel myndast á því tjarnir. Fuglalíf hefur stóraukist og landið fengið á sig yfirbragð mýraflóa á nýjan leik eins og Sigurkarl greinir frá í þessu viðtali.