Andlátsfregn, Jón Baldur Sigurðsson

Jón Baldur Sigurðsson líffræðingur og fyrrum lektor og dósent við Líffræðiskor HÍ lést 28. apríl 2015 eftir langvarandi veikindi.

Jón Baldur var fæddur í Reykjavík . 8. okt. 1937. Hann var stúdent frá MR 1937 og sigldi sama ár til Bristol, þar sem hann lagði stund á dýrafræði. Hann lauk ekki prófi þar, en gerðist gagnfræðskólakennari í Reykjavík, þar til hann skráðist í líffræðinám við HÍ 1968. Jón lauk BS. prófi í líffræði 1973 og 4. árs námi í sjávarvistfræði 1974. Hann lauk doktorsprófi í dýrafræði frá University of Newcastle upon Tyne 1979. Jón gerðist síðan lektor og dósent í sjávarlíffræði við líffræðiskor HÍ og kenndi við skorina til 1983, þegar hann gerðist kennari við Háskólann í Singapore (NUS) og kenndi þar til 1997. Jón fluttist heim og var forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi og síðar við Náttúrufræðistofu Suðvesturlands í Sandgerði. Hann fór á eftirlaun 2002.

Jón lætur eftir sig 2 börn og 5 barnabörn, sem búsett eru á Íslandi.

Jón verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 8. maí kl. 13.

Gísli Már Gíslason tók saman.