Styrkt doktorsnám við Háskóla Íslands

Auglýst er eftir doktorsnema við Háskóla Íslands til að vinna að rannsóknarverkefninu „ Samskipti æðaþels og þekjuvefsstofnfruma í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli”. Nemandinn mun vinna undir leiðsögn dr. Þórarins Guðjónssonar prófessors við Líffærafræði Læknadeildar innan heilbrigðisvísindasviðs og Lífvísindaseturs HÍ.
 
Starfið er laust frá 1. september 2014 og er ráðið til þriggja ára.
 
Verkefnið er stutt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og æskilegt að nemandi sinni doktorsnámi í fullu starfi á styrktímabilinu en áætlað er að doktorsnámið taki þrjú ár.
 
Markmið verkefnisins er að auka skilning á hlutverki þekjuvefsstofnfruma í þroskun og sérhæfingu brjóstkirtils og hvernig stofnfrumur tengjast myndun og framþróun æxlivaxtar. Í þessu samengi verður markmiðið að rannsaka hvernig æðaþel í brjóstkirtli miðlar frumufjölgunar og sérhæfingar boðum til stofnfruma kirtilsins.
 
Leitað er eftir nemanda með meistaragráðu í sameinda- og lífvísindum. Góð þekking á á sameinda- og frumulíffræði er nauðsynleg. Umsækjandi verður að hafa góð tök á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli, hafa góða samskiptahæfni og geta unnið sjálfstætt.
 
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám við Háskóla Íslands.
 
Umsókn skal hafa:
 
• Greinargerð þar sem umsækjandi lýsir hvernig hann uppfyllir skilyrði starfsins, hvers vegna hann hefur áhuga á að vinna þetta verkefni og hugmyndir umsækjanda um sitt framlag til verkefnisins (hámark 2 síður)
• Ferilskrá• Prófskírteini og upplýsingar um röðun nemanda í einkunnadreifingu bæði í grunn- og framhaldsnámi
• Nöfn tveggja meðmælenda (nafn, tengsl við umsækjenda, tölvupóstfang og símanúmer)
• Listi birtra ritverka.
 
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2014 og skulu umsóknir sendar á netfangið starfsumsoknir@hi.is merktar HI14070008 „Samskipti æðaþels og þekjuvefsstofnfruma í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli “. Í framhaldi af ákvörðun um ráðningu þarf að sækja formlega um doktorsnám í Háskóla Íslands.
 
Frekari upplýsinga skal leita hjá Þórarni Guðjónssyni, tgudjons@hi.is
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
 
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.