Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025

Erindi/veggspjald / Talk/poster V80

Áhrif vegagerðar á kolefnisbúskap mýrlendis

Höfundar / Authors: Róbert Ívar Arnarsson (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Náttúrustofa Suðausturlands

Kynnir / Presenter: Róbert Ívar Arnarsson

Mýrlendi eru stærstu kolefnisgeymar á landi og varðveita um þriðjung af öllu kolefni sem finnst í jarðvegi á heimsvísu. Virkni mýrlendis sem kolefnisgeymir byggist á súrefnissnauðum aðstæðum í jarðvegi sem hægir á niðurbroti plöntuleifa. Rask á vatnsbúskapi mýrlenda getur aukið aðgengi súrefnis og komið af stað hraðara niðurbroti á plöntuleifum. Í Sveitarfélaginu Hornarfirði, við Hornarfjarðarfljót, var nýlega lagður vegur í gegnum mýrlendi. Þessi rannsókn skoðar afleiðingar vegagerðar á jarðveginn í umhverfi framkvæmdarinnar. Það var gert með því að kanna hvort að aukning hafi orðið á losun koltvísýrings úr jarðvegi, hvort að breyting hafi orðið á vatnshæð í jarðvegi og hvort að aukning hafi orðið á hlutfalli steinefna í jarðvegi. Til þess að svara því voru lögð út 4 snið beggja megin við veginn og þessir eiginleikar mældir í 0, 2, 5, 10, 30 og 60 metra fjarlægð. Niðurstöður gefa til kynna aukna losun koltvísýrings (CO₂) sé að finna neðan við veginn út frá flæði vatns og að röskun sé á vatnshæð í nágrenni vegsins.