Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster V2
Höfundar / Authors: Hólmfríður Jakobsdóttir (1)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Náttúrustofa Suðausturlands
Kynnir / Presenter: Hólmfríður Jakobsdóttir
Tröllasmiður (Carabus problematicus) er eitt stærsta skordýr Íslands og finnst aðeins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Útbreiðsla hans var könnuð á fjórða áratug síðustu aldar og fannst hann þá á um 21 km löngu svæði frá Hoffelli að Almannaskarði. Á tíunda áratugnum fannst hann úti á Horni, um 27 km frá vestasta fundarstað tegundarinnar í Hoffelli. Frá árinu 2022 hefur Náttúrustofa Suðausturlands aflað gögnum um útbreiðslu tröllasmiðs, notast hefur verið við upplýsingar um hvar almenningur hefur séð tröllasmið og viðvera hans staðfest með notkun fullgildra. Við þessar athuganir bárust stofunni ábendingar um tröllasmið í Lóni en tegundin hefur ekki fundist svo austar lega áður. Frá árinu 2022 hefur stofan handsamað 21 tröllasmið, þar af 4 í Lóni allt austur að Gjádal. Íslenski tröllasmiðurinn telst til sér undirtegundar (C.p. islandicus) og er hana því hvergi að finna annars staðar en á þessu litla afmarkaða svæði í Sveitarfélaginu Hornafirði. Talið er að tröllasmiðurinn hafi borist til landsins fyrir landnám, jafnvel fyrir lok síðasta jökulskeiðs, vekur því takmörkuð útbreiðsla hans athygli. Þrátt fyrir að eiga sér langa sögu á landinu er vöntun á grunnupplýsingum um tegundina og bera þeim fáu heimildum sem til eru um lífsferil og búsvæðaval illa saman. Með rannsóknum sínum hefur Náttúrustofan bætt þekkingu okkar á þessari merkilegu tegund, enn er þó langt í land og afla þarf frekari upplýsinga um tegundina.