Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster V19
Höfundar / Authors: Rán Kjartansdóttir
Starfsvettvangur / Affiliations: Háskóli Íslands
Kynnir / Presenter: Rán Kjartansdóttir
Miðhálendi Íslands eru yfirleitt gróðursnauð víðerni, mósaík af reitum vöxnum ýmsum lággróðri í bland við sanda, hraun, og hrjóstrug svæði þar sem lífsskilyrði geta verið erfið. Svæði sem veita skjól frá vindinum, framleiða varma, eða safna vatni verða yfirleitt vinjar fyrir lífverur. Einni slíkri vin á hálendi Íslands er lýst hér, hitaðri ferskvatnstjörn á Hveravöllum, þar sem er að finna fjölbreytta smádýrafánu og óvanalega vatnaflóru. Eins og er skortir kerfisbundna flokkun fyrir jarðhitasvæði á Íslandi. Við leggjum til sérstaka flokkun fyrir þetta vistkerfi og ræðum önnur jarðhitavistkerfi sem passa ekki inn í núverandi flokkun. Ólíkt dæmigerðum volgum hálendistjörnum, myndar vatnaplantan Ranunculus tripartitus (lónasóley) megnið af lífmassa laugarinnar. Lónasóley vex á kafi og er ein af örfáum æðplöntum sem vitað er til að vaxi á jarðhitabúsvæðum en eru almennt ekki tengd við heitar laugar. Hituð vistkerfi eru viðkvæm og geta verið óstöðug og breytileg með tilliti til hitastigs og annarra umhverfisþátta. Innstreymi af jarðhitavatni frá yfirfalli nærliggjandi hvera 2025, líklega í vorleysingum, eyddi lífmassa lónasóleyja í lauginni sem við rannsökuðum en nýsprottnar plöntur voru sýnilegar á botni laugarinnar í júní 2025. Fjallað verður um líffræðilega fjölbreytni laugarinnar og fána hennar borin saman við smádýragögn frá svipuðum jarðhitakerfum.