Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025

Erindi/veggspjald / Talk/poster E83

Að rekja breytingar: Burðarsvæði hreindýra í Snæfellshjörð í sextán ár.

Höfundar / Authors: Kristín Ágústsdóttir

Starfsvettvangur / Affiliations: Náttúrustofu Austurlands

Kynnir / Presenter: Kristín Ágústsdóttir

Frá árinu 2005 hefur Náttúrustofa Austurlands vaktað hreindýr í Snæfellshjörð á burðartíma til að reyna að meta möguleg áhrif framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun á burðarsvæði hreindýra. Virkjunin var byggð á óröskuðu svæði norðaustur af Vatnajökli sem þá var eitt best þekkta og mikilvægasta burðarsvæði hreindýra. Með talningum af landi, síðar úr lofti og loks með GPS-tækjum voru burðarsvæði hreindýra kortlögð árlega. Rannsóknir yfir 16 ára tímabil, frá 2005 til 2020 sýndu stöðuga færslu burðarsvæða frá þeim svæðum þar sem framkvæmdaþungi var mestur. Þessi þróun hélt áfram eftir að helstu framkvæmdum lauk. Með tímanum sneru sífellt færri kýr aftur á þessi áður mikilvægu burðarsvæði. Rannsóknin er enn í gangi en niðurstöðurnar draga fram mikilvægi langtímaeftirlits við mat á áhrifum mannlegra umsvifa á náttúru, áhrif sem geta verið bein, óbein og uppsöfnuð og kunna að koma fram á löngum tíma