Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster E61
Höfundar / Authors: Arnar Pálsson
Starfsvettvangur / Affiliations: Háskóli Íslands
Kynnir / Presenter: Arnar Pálsson
Kynæxlun þróaðist með heilkjörnungum, og virðist hafa nokkra kosti. Í lífríkinu er mikill breytileiki tengdur kynæxlun, frumugerðum, mökunargerðum/kynjum, erfðafræði og anatómíu viðeigandi lífvera. Margvíslegar lausnir virka fyrir kynæxlandi lífverur. Darwin og Wallace kenndu okkur að meta breytileika innan tegundar. Breytileikinn er raunverulegur og birtist í margvíslegum eiginleikum. Í þessu erindi verður fjallað um breytileika í kynbundnum einkennum, aðallega byggingu og þroska kynkirtla og annar kyntengdra eiginleika. Eiginleikarnir skipta hundruðum ef ekki þúsundum, og af því leiðir að allir einstaklingar tegundar eru ólíkir - líka um kyntengd einkenni. Flest dæmin fjalla um byggingu og form eiginleikana, en sömu grundvallaratriði eiga við um kynhneigð og kynvitund.