Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster E51
Höfundar / Authors: Carl Andreas Fossick Ströberg
Starfsvettvangur / Affiliations: Umhverfis- og orkustofnun
Kynnir / Presenter: Carl Andreas Fossick Ströberg
Með innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og útgáfu fyrstu vatnaáætlunar Íslands var sett fram heildstæð og samræmd stefnu um verndun alls vatns og vistkerfa þess á Íslandi. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir grunnatriði vatnaáætlunar og þýðingu hennar fyrir stjórnun og verndun vatns hér á landi. Megináhersla er lögð á þá vöktun í vatni sem lögin kveða á um og hvernig niðurstöður hennar eru nýttar til að meta ástand vatns og skipuleggja aðgerðir til úrbóta þar sem þörf er á. Fjallað verður bæði um opinbera vöktunaráætlun vatnaáætlunar og leyfistengda vöktun sem rekstraraðilar framkvæma, en saman mynda þær heildstæða mynd af ástandi vatns á Íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á líffræðilega gæðaþætti. Að lokum verður farið yfir það starf sem nú fer fram við innleiðingu laganna, meðal annars skipulag, þróun aðferða, verklag og gæðatryggingar við vöktun samkvæmt stjórn vatnamála.