Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster E50
Höfundar / Authors: Anna Lísa Björnsdóttir (1), Sæmundur Sveinsson (2)
Starfsvettvangur / Affiliations: Umhverfis- og orkustofnun
Kynnir / Presenter: Anna Lísa Björnsdóttir
ATH - Þetta erindi verður haldið á ICEWATER málstofunni Ísland er að innleiða sína fyrstu vatnaáætlun en markmið hennar er að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa. Einnig á vatnaáætlun að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Umhverfis- og orkustofnun, ásamt 21 innlendum samstarfsaðilum, hlaut í lok síðasta árs un 3,5 milljarða króna styrk frá LIFE áætlun Evrópusambandsins til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi. Verkefnið heitir Icewater og er til sex ára. Markmið þess eru að: -Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi -Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum -Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni -Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns Með LIFE Icewater gefast tækifæri til nýsköpunar í stjórnsýslunni með þverfaglegu samstarfi ýmissa aðila með það fyrir augum að bæta vatnsgæði um allt land, auk þess að hámarka ábata samfélagsins af slíkum aðgerðum.