Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025

Erindi/veggspjald / Talk/poster E18

Tækni, samvinna og traust: Framþróun í íslenskum sjávarútvegi

Höfundar / Authors: Lísa Anne Libungan

Starfsvettvangur / Affiliations: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Kynnir / Presenter: Lísa Anne Libungan

Sjálfbær nýting sjávarauðlinda krefst samstarfs milli líffræðinga og hagaðila í sjávarútvegi. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig slíkt samstarf getur stuðlað að hagnýtum lausnum og vísindalegri stefnumótun. Sérstök áhersla verður lögð á samstarf Hafrannsóknastofnunar og útgerða, með dæmum um sameiginleg verkefni á borð við stofnmælingar á loðnu og öðrum lykilstofnum, framkvæmd vor- og haustralla, og söfnun líffræðilegra sýna sem nýtast til vöktunar og stofnmats. Þessi verkefni sýna hvernig samvinna og traust getur eflt bæði vísindalega þekkingu og skilning á vistkerfum hafsins. Fyrirlesturinn mun einnig varpa ljósi á hvernig ný tækni og gervigreind geta umbreytt samstarfi milli vísinda og atvinnulífs. Með notkun spálíkana og sjálfvirkrar gagnavinnslu má auka nákvæmni og hraða í greiningum og styðja við stefnumótun sem byggir á rauntímagögnum. Dregin verða fram dæmi úr alþjóðlegum verkefnum innan Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES), þar sem samvinna hefur skilað árangri og geta þau því verið fyrirmynd fyrir íslenska hafsvæðið.