Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster E128
Höfundar / Authors: Bjarki Þór Elvarsson, William Butler, Jamie Lentin
Starfsvettvangur / Affiliations: Hafrannsóknastofnun
Kynnir / Presenter: Bjarki Þór Elvarsson
Mat á viðgangi og stærð fiskistofna byggir oft á því að nýta ólík gagnasöfn, svo sem fjöldavísitölur, merkingar og upplýsingar úr veiðum. Til að vinna með slík gögn þarf líkön sem lýsa helstu ferlum stofna, m.a. nýliðun, vexti og afráni, og gera ráð fyrir að þeir geti tekið breytingum milli tímabila. Hefðbundin líkanagerð hefur takmarkanir í þessu samhengi: erfitt getur verið að aðlaga þau að mismunandi stofnum, þau ráða illa við aukið flækjustig, gögn ekki á því formi sem hentar fyrir líkanið og mat á stikum getur verið reikniþungt. Í þessu samhengi kynnum við gadget3, líkanaumhverfi sem þróað hefur verið sem opinn hugbúnaður og er aðgengilegt á CRAN. Markmiðið með þróun gadget3 er sveigjanleiki í líkanasmíð og skilvirkni með því að nýtingu opins tölfræðihugbúnaðar. Notendur geta sérsniðið líkön að eigin viðfangsefnum og tengt þau beint við fyrirliggjandi gögn, hvort sem þau koma úr veiðum, merkingum eða öðrum mælingum. Þar sem líkönin eru skilgreind í tölfræðiumhverfinu R er einfalt að sérsníða ferla, svo sem þá sem lýsa vexti eða nýliðunarsamböndum, þannig að þau henta hverjum stofni fyrir sig. Í erindinu verður farið yfir helstu eiginleika gadget3, sýnd dæmi um beitingu þess og bent á hvar hægt er að nálgast nánari upplýsingar.