Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025

Erindi/veggspjald / Talk/poster E124

Náttúrumiðaðar lausnir í landbúnaði: þátttaka landeigenda í gagnasöfnun og endurheimt votlendis

Höfundar / Authors: Ágústa Helgadóttir (1), Jóhann Helgi Stefánsson (1,2) og Sunna Áskelsdóttir (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: Land og skógur (1), Landssamband veiðifélaga (2)

Kynnir / Presenter: Ágústa Helgadóttir

Brýnustu hnattrænu áskoranir samtímas eru loftlagsbreytingar og tap á líffræðilegri fjölbreytni, og gegnir vernd og endurheimt votlendis mikilvægu hlutverki í að bregðast við þeim. Á Íslandi er heilmikið af röskuðu votlendi sem er ekki í neinni notkun og eru vænleg til endurheimtar. Flókið samspil áskorana eins og skorti á fjárhagslegum hvötum, skortur á fræðslu og neikvæð umræða hefur verið hamlandi þáttur fyrir framboð af landi til endurheimtar. Markmið verkefnisin er að leitað nýrra leiða til að auka áhuga landeigenda á endurheimt. Þróuð verður aðferðafræði til að innleiða náttúrumiðaðar lausnir í landbúnaði með beinni þátttöku landeigenda í endurheimtinni sjálfri. Landeigendur framkvæma vöktun, fyrir og í minnst þrjú ár eftir endurheimt votlendis, og gögnin nýtast bæði til árangursmats og sem grundvöllur greiðsla fyrir vistheimt. Til að hámarka samfélagslegan og vistfræðilegan ávinning aðgerða er lögð rík áhersla á jafningjafræðslu og samtal landeigenda og votlendissérfræðings.