Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025

Erindi/veggspjald / Talk/poster E122

Útþensla byggðar, ógn við búsvæði æðplantna á válista.

Höfundar / Authors: Rannveig Thoroddsen (1), Magnus Göransson (1), Olga Kolbrún Vilmundardóttir (1) og Pawel Wasowicz (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Náttúrufræðistofnun

Kynnir / Presenter: Rannveig Thoroddsen

Mjög hefur þrengt að búsvæði blátoppu (Sesleria albicans) á suðvesturhorninu vegna útþenslu byggðar og tengdra framkvæmda jafnframt sem hún á undir högg að sækja vegna aukinnar útbreiðslu ágengra tegunda. Blátoppa er friðuð og á válista æðplantna sem tegund í nokkurri hættu (VU). Margt bendir til að sambærilegar ógnir geti átt við fleiri válista- og/eða friðaðar tegundir s.s. maríulykil (Primula stricta) sem vex við Eyjafjörð. Með aðsteðjandi ógnir í huga er brýnt að afla nýrra upplýsinga um stöðu blátoppunnar og annarra válistategunda á þéttbýlissvæðum. Það er því mikið í húfi að fyrirliggjandi gögn um vaxtarstaði og útbreiðslu þeirra séu áreiðanleg og nákvæm þannig að draga megi úr hættunni á að þeim verði raskað. Sumarið 2023 var útbreiðsla blátoppu kortlögð á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að uppfæra fyrirliggjandi upplýsingar úr gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar, sem flestar voru komnar til ára sinna, þannig að þær nýtist aðilum á sviði náttúruverndar og á sviði skipulags og framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega voru nokkrir skráningarstaðir maríulykis heimsóttir í sama tilgangi. Í erindinu verður gert grein fyrir uppfærðu mati á útbreiðslu blátoppu á höfuðborgarsvæðinu, jafnframt sem rýnt verður í helstu ógnir sem steðja að búsvæði hennar og annarra válistategunda á þéttbýlissvæðum og þá hvernig mætti stemma stigu við þeim.